Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Page 136
1963
134 —
sumarmánuðina. Heimilið tekur á móti börnum á aldrinum 3—5 ára.
Þarna dvöldust 100 börn frá 1. júní — 15. september. Sumardvalar-
heimili fyrir börn var að Ástjörn á þessu sumri eins og undanfarin
sumur. Þar voru 35 börn á aldrinum 6—11 ára. Templarar á Akureyri
ráku sumardvalarheimili að Böggvistöðum í Svarfaðardal. Þar voru
45 börn. Barnaverndarfélag Akureyrar rak leikskóla fyrir börn á aldr-
inum 2—5 ára. Yfir sumarið voru þar um 35 börn, en yfir veturinn
50—60 börn.
Eskifj. Barnaheimili starfrækt á Reyðarfirði sumarmánuðina.
Hafnarfj. Sumardvalarheimilið í Óttarstaðalandi var rekið á sama
hátt og áður. Voru þar vistuð um 30 börn í tvo mánuði.
J. Vinnuheimili SÍBS.
Vistmenn voru í ársbyrjun 89. Á árinu komu 118, 65 karlar og 53
konur. Meðalaldur við komu var 44 ár. Helztu orsakir örorku þeirra, sem
komu, voru þessar:
1. Berklaveiki ....................... 32
2. Hjarta og lungu .................... 3
3. Geð og taugar ..................... 37
4. Lamanir og gigt ................... 40
5. Ýmislegt ........................... 6
Á árinu fóru 116, 71 karl og 45 konur. Meðaldvalartími þeirra, sem
fóru, var 9 mánuðir. Dvalardagar voru 32824. Vistmenn voru í árs-
lok 91.
Orsök örorku hjá þeim, sem voru hér í árslok, voru neðangreindir
sjúkdómar:
1. Berklaveiki ..................................... 55 eða 60%
2. Hjarta- og lungnasjúkdómar -h berklaveiki ....... 8 — 9%
3. Geð- og taugasjúkdómar ..................... 9 — 10%
4. Vefrænir taugasjúkdómar, lamanir, gigt ......... 19 — 21%
Iðnskóli starfaði með sama sniði og fyrr og svipaður nemendafjöldi.
Allmargir vistmenn nutu kennslu í einstökum námsgreinum, án þess að
gert væri ráð fyrir, að þeir lykju iðnskólaprófi. Á árinu voru gerðar
nokkrar breytingar á rekstri atvinnugreinanna. Plastiðjan var stækkuð
og er nú í 3 deildum (2 véladeildir og 1 samsetningardeild). Járnsmíða-
verkstæðið var sameinað mótaverkstæðinu og trésmiðjan minnkuð. Lögð
var niður framleiðsla skólahúsgagna, sem í langan tíma hefur verið
aðalverkefni járnsmiðjunnar.
Plastiðja er tíðasta starf vistfólks; 55% af unnum vinnustundurn
er við plastiðju. Láta mun nærri, að um % hlutar af allri vinnu vist-
fólks við framleiðslustörf hafi verið við framleiðslu leikfanga úr