Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Page 158
1963
156 —
Engin fyrirmæli munu vera til um það, hvernig beri að skrá hæð og
þyngd, enda gætir ekki samræmis milli skóla í því efni. Við úr-
vinnslu hefur hins vegar þeirri flokkunarreglu verið fylgt, að hálf
eining hefur verið hækkuð upp í næstu heila tölu, ef sú tala er jöfn, en
annars felld niður (talan 11,5 hækkar þannig í 12, en talan 10,5 lækkar
í 10). Við flokkun eftir hæð er bil 2 cm, en við flokkun eftir þyngd er
bil 1 kg.
I hverjum aldursflokki er reiknuð meðalhæð (h), meðalþyngd (þ)
og frávik (s). Ennfremur er reiknað fyrir allan hópinn meðalþyngd
og frávik, miðað við tiltekna hæð.
í töflum 1—3 eru sýnd meðaltöl ásamt 10% og 90% mörkum, þ. e.
þeim mörkum, sem búast má við, að 10% viðkomandi hóps séu undir
(10% mark) og yfir (90% mark). Mörk þessi eru reiknuð þannig:
Hæð
h 4- l,282s
h + l,282s
Þyngd
þ 4- l,282s
þ + l,282s
10% mark
90% —
I töflu 3, þar sem sýnt er sambandið milli hæðar og þyngdar, er
niðurstaða ekki sýnd, ef færri en 20 mælingar eru í hlutaðeigandi
flokki, enda er þá tölfræðilegt gildi athugunarinnar lítið.