Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 15

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 15
 Hugtökin búa í hjarta okkar 15 óskiljanlegt. Hugsun okkar í heimspekinni getur verið komin þar að við teljum okkur skilja vissa hluti nokkuð vel, svo allt í einu virðist sem hið óskýranlega minni harkalega á sig og við heimspekingar þögnum og spyrjum: Hvar stend ég nú? Alveg frá fyrstu dögum heimspekinnar hafa ákveðnar hugsanir leitað á heim- spekinga sem tengjast einingu heimsins eða, ef menn kjósa heldur það orðalag, einingu veruleikans. Spurningin er þá þessi, hvað getum við, ef nokkuð, sagt um það sem skapar einingu alls sem er í veruleikanum? Hér virðumst við heimspek- ingar langoftast vera reknir á gat, við höfum ekki neitt endanlegt svar við þessari spurningu. En við komumst samt ekki hjá því að takast á við hana. Þetta sérstaka vandamál um hið eina, ef ég má orða það svo, vekur upp spurningar um það hvað það er yfirleitt fyrir okkur að skilja. Að skilja er að greina á milli, það er að gera greinarmun, þar með erum við ekki lengur að tala bara um hið eina, heldur um eitthvað annað sem er orðið margt. Og hvernig tölum við um hið marga og reynum að gera okkur það skiljanlegt? Þetta er að sjálfsögðu virkilega erfið heim- spekileg spurning sem varð til þess að margir heimspekingar fornaldar leituðust við að lýsa og nefna þau heiti á hugtökum eða efnum sem þeim fannst að gætu hjálpað okkur að skilja einingu heimsins. Það er eins og langflestir heimspekingar hafi litið svo á að það yrði að vera eitthvað eitt, eða einhver eining, sem lægi öllu til grundvallar. Hvernig birtist þessi leit að einingu heimsins í nútímanum að þínum dómi? Í kjölfarið á hinni nýju eðlisfræði sem þeir Galíleó Galíleí, Descartes og ýmsir fleiri fræðimenn innleiða, þá mótast hér á Vesturlöndum ákaflega sterk, ef ég má orða það svo, efnishyggjuhefð, þar sem þeir gera ráð fyrir því að grundvöllur veruleikans sé efnislegur. – Þessi hugmynd er reyndar ævaforn, það er svonefnd atóm- eða eindakenning Demókrítosar sem var uppi löngu fyrir Krist, sem boðar efniseindahyggju og að veruleikinn þróist með því að atómin sameinist í stærri heildir og það verði til þessi magnaða heild sem við köllum heim, án þess að þar séu nokkur andleg öfl að verki. – Síðan koma til sögunnar kenningar um það að alheimurinn hafi upphaflega orðið til við einhvers konar sprengingu sem engin skýring er á, sprengingu sem sé í grunninn efnisleg, ákveðið efni fer að þjóta út í tómið og mynda þennan stórkostlega alheim sem jörðin okkar litla tilheyrir. Já, þetta er heimsmynd efnishyggjunnar sem þú telur ófullnægjandi, ekki satt? Já, þetta væri sá miklihvellur, sem engin skýring er á, en mér finnst mjög freist- andi að líta svo á að handan við þennan miklahvell eða í þessum miklahvelli sé jafnvel ákveðin hugsun sem springur eiginlega út í efnisveruleikanum. Þessi hugmynd er ævaforn og er nátengd hugmyndinni um hið eina sem allt sé komið af og allt tengist með einum eða öðrum hætti. Allt búi í hinu eina og sama. En um leið og hið eina, svo ég noti orðalag frá Plótínusi, streymir yfir bakka sína, verður alheimur til og raunar hugsanlega margir aðrir heimar, þannig að sú hugmynd að heimarnir séu í raun og veru margir er ævaforn og mjög í anda nútíma eðlisfræði, en við erum bara agnarlítið brot af þeim veruleika sem við gerum okkur grein fyrir. Hugur 2015-5.indd 15 5/10/2016 6:44:55 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.