Hugur - 01.01.2015, Side 26

Hugur - 01.01.2015, Side 26
26 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason Þú lýsir sjálfum þér stundum sem kerfisheimspekingi. Er einhver togstreita á milli þessarar hugmyndar um sannleikann eða viðleitni okkar til að nálgast sannleikann með því að búa til ákveðin hugsana- og hugmyndakerfi annars vegar og hins vegar þessa hugtaks um sannleikann sem viðburð eða afhjúpun veruleikans, fer þetta full- komlega saman? Nei, það gerir það nefnilega ekki, þetta fer ekki saman nema á einhverjum stór- kostlegum stundum þegar maður allt í einu eins og skynjar einingu veruleikans. Í minni almennu reynslu er á hinn bóginn nánast stöðug togstreita á milli þessara tveggja póla í hinni heimspekilegu hugsun eins og ég skil hana. Ég sé þessa póla svolítið á milli Platons og Aristótelesar þar sem Platon er miklu frjálsari og mér liggur við að segja ruglaðri eða óreiðukenndari en Aristóteles sem verður miklu kerfisbundnari og fastari fyrir. Þetta hefur sett mark sitt á heimspekina, þessi spenna og mótsögn sem ég reyni að gera grein fyrir í greininni „Er heimspekin platonsk í eðli sínu?“. Mér finnst hún ganga eins og rauður þráður í gegnum heimspekisöguna. Ég hef stundum tekið upp hanskann fyrir Platon og stundum fyrir Aristóteles. Gallinn við þessa aristótelísku hugsun er ákveðið tregðulögmál, þ.e.a.s. um leið og þú ert búinn að binda ákveðna hluti í ákveðið kerfi er tilhneig- ingin sú að halda sig við það. Þannig varð heimspeki Aristótelesar mjög víðtækt, öflugt og heilsteypt heimspekikerfi, gífurlega áhrifamikið í fjölda alda og það má segja að þó það séu til ýmis önnur heimspekikerfi en Aristótelesar, þá hafi hann drottnað yfir heimspekinni alveg fram á nýöld, fram á 17. öld. Þess vegna verða þessi sterku viðbrögð þegar hin nýja eðlisfræði kemur til sögunnar, þau verða svo sterk að hinni aristótelísku heimspeki er ýtt til hliðar og einhvers konar vélhyggja sem tengist síðan efnishyggju tekur smám saman völdin. Mig langar þá að ganga aðeins meira á þig með kerfisþáttinn í heimspeki þinni og þessa þungu áherslu á að heimspekin hafi það sem takmark, ef við getum orðað það þannig, að búa til kerfi. Ég held ég hafi einhvers staðar lesið eftir þig að heimspekingar væru ekki alvöru heimspekingar nema þeir hefðu þetta markmið og spurningin er, hvers vegna? Af hverju er svona mikilvægt að stefna að því að samræma allar hugmyndir okkar í eitt kerfi? Ég held að skýringin sé sú að hugtökin kalla sjálf hvert á annað og kalla á tengingar sín á milli til þess að geta verið skiljanleg, þannig að við þurfum að tengja þau saman. Það getum við ekki gert nema með einhverjum kerfisbundnum hætti og þannig mynda þau misstórar heildir. Það eru til mjög einföld hugtakakerfi og það eru til mjög flókin hugtakakerfi heimspekilega séð og þannig eru til mjög ólík heimspekikerfi. Ég hvet til þess að menn smíði sín kerfi ef því er að skipta, en um leið og þessi kerfisþáttur heimspekinnar er ómissandi má ekki missa sjónar á því að heimspekin á sér tvær aðrar hliðar sem ekki skipta minna máli. Það er annars vegar að heimspekin er greining, sem í sumum tilfellum má líta á sem eins konar andstæðu við smíði heimspekikerfa. Margir heimspekingar eru í því að taka sund- ur þessi kerfi. Þú velur kerfi til að leysa upp, þú leysir upp hugtakakerfi einhvers heimspekings með því að sýna fram á að hugtökin sem hann notar mætti smætta Hugur 2015-5.indd 26 5/10/2016 6:45:01 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.