Hugur - 01.01.2015, Side 29

Hugur - 01.01.2015, Side 29
 Hugtökin búa í hjarta okkar 29 fræðigrein, hermeneutic, í tengslum við ritskýringu sem er ekki endilega bundin við hina grísku orðræðuhefð, heldur tengist raunar síðar sérstaklega ritskýringu Biblíunnar þegar á miðöldum. Ég ætla ekki hér að fara að segja sögu túlkunar- fræðinnar, sem vert væri, heldur að koma að þeim lykilhugtökum sem máli skipta til skilnings á því sem hér er um að ræða. Þó verður að geta þess að það eru nokkrir fræðimenn sem lögðu grundvöllinn að túlkunarfræði 20. aldar sem er enn raunar mjög virk í heimi fræðanna. Í túlkunarfræðinni er túlkun skoðuð sem meginaðferð hinna mannlegu fræða. Hin mannlegu eða húmanísku fræði í þessu sambandi eru, fyrir utan heimspekina, bókmenntafræði og mannfræði jafnvel líka, að ógleymdri ritskýringu Biblíunnar, sem vegur afskaplega þungt í sögu túlkunarfræðinnar, sérstaklega frá 18. og fram á 19. öldina og síðan á 20. öldinni. Ýmsir mjög þekktir guðfræðingar, m.a. Paul Tillich og Rudolf Bultman, lögðu stund á túlkunarfræði við ritskýringu Biblíunnar og boðskapar hennar. Það er hægt að sjá ákveðin samkenni að mínum dómi hjá mismunandi fræðimönnum og raunar fræðigreinum þannig að það eru ákveðin samkenni með ólíkum fræði- greinum í hinum húmanísku fræðum. Það er eitthvað hliðstætt við túlkun t.d. laga, túlkun Biblíunnar, túlkun á frásögnum o.s.frv. Áður en ég vík að því hvað er að mínum dómi líkt eða sameiginlegt með ólíkum túlkunum, er rétt að setja fram þá skilgreiningu sem ég tel að skipti hvað mestu máli í sambandi við túlkun. Túlkun er samkvæmt mínum skilningi fólgin í því að flytja merkingu eða hugsun úr einu máli á annað. Í þessu sambandi má líta svo á að þýðingar úr einu máli á annað séu dæmi um túlkun og túlkendur sem læra að túlka úr einu tungumáli á annað eru því raunverulega að þýða. Þýðing úr einu máli í annað er afbrigði af túlkun, en túlkun er miklu víðtækara en það að þýða, það er vegna þess að þú getur flutt boðskap einhvers máls yfir á annað mál á sama tungumáli, þ.e.a.s. um leið og þú ert farinn að orða hugsunina með öðrum hætti ertu farinn að túlka hana. Fræðilega séð er spurningin þessi, hvernig á þessi flutningur hugsunar eða merkingar úr einu máli, úr einni setningu yfir í aðra, hvernig á hún sér stað? Það er sem sé spurningin um túlkunina og þessi einfalda skilgreining vekur upp margar spurningar, m.a. um merkinguna sjálfa og um tengsl merkingarinnar eða hugsunarinnar við orðræðuna. Almenna viðleitnin við túlkun er sú að gera ein- hverja hugsun, einhverja kenningu, einhvern boðskap aðgengilegri og skiljanlegri en ella. Hið hefðbundna markmið túlkunar er að gera eitthvað betur skiljanlegt. Sannleikurinn er hins vegar sá að iðulega flækja menn málið með túlkun sinni og hugtökin verða torskildari en ella, þannig að það er ekki sjálfgefið að við túlkun takist mönnum að gera hlutina skiljanlegri en ella. Sumir fræðimenn hafa samt haldið því fram að allur skilningur sé viðleitni til að leiðrétta misskilning þannig að túlkunin hafi eða eigi að hafa þetta lofsverða markmið að gera skilninginn betur mögulegan. Það eru til frægar kenningar um það að til að skilja höfunda á borð við Platon þá þurfi maður að læra grískuna eins og hann kunni hana og jafnvel kunna hana betur en hann sjálfur til að geta áttað sig enn betur á því hvað hann raunverulega var að segja, til að geta skilið höfundinn betur en hann skildi sjálfan sig. Þetta er draumur sem frægur þýskur guðfræðingur að nafni Friedrich Schleiermacher lét sig dreyma. Hér er líka rétt að nefna einn greinarmun sem er Hugur 2015-5.indd 29 5/10/2016 6:45:01 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.