Hugur - 01.01.2015, Page 35

Hugur - 01.01.2015, Page 35
 Hugtökin búa í hjarta okkar 35 hvetjandi, þannig að þarna er sem sé ákveðin togstreita á milli skáldlegrar hugs- unar og heimspekilegrar. Reyndar finnst mér oft undarlegt að íslensk nútíma- skáld skuli ekki vera heimspekilegri en þau eru. Ef við víkjum að þinni eigin heimspeki þá hefur þú verið gagnrýndur fyrir heimspeki- lega aðferðafræði þína, sem gjarnan lýsir sér í því að þú greinir hlutina í tvennt eða þrennt eða fernt, oft í þrennt. Gagnrýnin hefur til dæmis komið upp í sambandi við umfjöllun þína um hamingju þar sem þú gerir grein fyrir ferns konar hugmyndum eða sýn á hamingjuna. Eyjólfur Kjalar Emilsson gagnrýndi þig fyrir það að þessi fjórskipt- ing á hamingjuhugtakinu styddist ekki við neina sálarfræði og það væri kannski erfitt að sjá hver rökin fyrir henni væru. Þú hefur fengið gagnrýni í svipuðum dúr varðandi aðrar greiningar sem þú hefur sett fram. Hvað viltu segja um slíka gagnrýni? Það er mjög löng hefð fyrir því að beita þrískiptingum í heimspeki og sá heim- spekingur sem hefur gert þetta með áhrifamiklum hætti og mjög margir hafa tekið sér til fyrirmyndar er Aristóteles. Kosturinn við þrískiptinguna er sá að hún gefur tiltölulega einfalda yfirsýn yfir efnið þannig að það er viðráðanlegt fyrir hugsunina að takast á við það. Mér hefur þótt það afskaplega heppileg greiningaraðferð að styðjast við þrískiptingar og geri það óspart í síðustu bókinni minni, eiginlega alveg með skipulegum hætti. Hins vegar eru annars konar skiptingar sem heim- spekingar nota, um leið og þú gerir greinarmun þá gerir þú skiptingu, þannig að heimspekingar vinna þá gjarnan með einhvers konar tvískiptingar, þrískiptingar, fjórskiptingar og stundum jafnvel ennþá flóknari skiptingar, greiningar sem eru mögulegar. Í analýtískri heimspeki gerist það stundum að maður missir einfald- lega þráðinn yfir fjölda greininga sem hinir fræðilegu skólaspekingar bjóða okkur upp á. Það má vera að ég sé sá af kollegum mínum sem nota þetta hvað mest, s.s. þrískiptingar, en í mörgum tilvikum geri ég það ekki, hugsun mín er ekki endilega bundin því að hugsa allt í ljósi þrenningarinnar, hinnar heilögu þrenningar, ef svo má segja. Mig minnir að ég hafi einhvern tímann heyrt þig segja að þér fyndist nú bara veruleik- inn oft greina sig í þrennt með þessum hætti, en þú hefur kannski verið að gantast þegar þú sagðir þetta? Já, í því heimspekikerfi sem mér finnst vera öflugast, sem er kerfi Hegels, er þrí- skiptingin lögð til grundvallar og kosturinn við það kerfi er að það gefur í senn færi á mikilli yfirsýn og einföldun. Ég geri grein fyrir þessu í Hugsun og veruleika, þar sem ég er að lýsa kerfi Hegels. Þar er grunnurinn fólginn í hugmyndinni eða ídeunni og síðan er það ídean sem tjáir sig í náttúrunni, birtist í hinum efnislega veruleika í öllum sínum fjölbreytileika. Það er svo í náttúrunni sem andinn tjáir sig eða kemur fram og síðan er það þá mannsandinn sem safnar merkingunni saman, merkingu náttúrunnar og merkingu veruleikans og skapar hinn andlega heim sem er okkar veruleiki. Þetta er grunnskipting sem ég myndi telja að við ættum flest að vera sammála um hvernig svo sem við hugsum nánar um hvern einstakan þátt fyrir sig. En þarna erum við að tala um heimspekikerfi af ákveðinni tegund. Langoftast þegar maður er að vinna í heimspeki er maður ekki að vinna Hugur 2015-5.indd 35 5/10/2016 6:45:03 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.