Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 54

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 54
54 Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson það morgunljóst að hin hreina meðvitund getur ekki verið ólíkömnuð samkvæmt Husserl.16 Fyrirbærafræðileg meginstef Þegar ég hef framkvæmt hina fyrirbærafræðilegu frestun þarf ég að reyna að gera mér í hugarlund hvernig það er í raun og veru sem umhverfi mitt birtist mér áður en ég gef mér verufræðilega tilvist þess, þ.e. hvernig er það sem hluturinn birtist mér sem hlutur í umhverfi mínu?17 Þegar við hefjumst handa við rannsóknir okkar á hlutveruleikanum innan hinnar fyrirbærafræðilegu frestunar koma tvö atriði í ljós. Ætlandi Hið fyrsta er að meðvitundin beinist alltaf að einhverju. Hún hefur Intentional- ität, sem hefur verið þýtt sem ætlandi á íslensku. Meðvitundin er sem sagt alltaf meðvitund um eitthvað, eða með öðrum orðum, meðvitundin er alltaf ætlandi og samsvarandi allri ætlan er það sem er ætlað. Husserl bendir á að með rannsókn sinni á cogito-inu hafi Descartes snert á þessum eiginleika meðvitundarinnar en ekki þróað hana áfram. Því hvert cogito er ekki aðeins til, heldur hefur það cogitatio, það hefur eitthvað fyrir hugskotssjónum sínum (þ. etwas bewussthaben), t.d. í upplifun, hugsun, með því að finna eða vilja.18 Og hverju cogitatio fylgir nauðsynlega cogitatum, það sem er upplifað, hugsað, viljað o.s.frv. Og hverri þessari aðgerð fylgir síðan ákveðinn dómur, ákveðið stig eða tegund vissu – við erum handviss, við ályktum, okkur þykir líklegt eða við efumst o.s.frv.19 Hér vil ég skjóta inn örlitlum punkti um málnotkun. Þegar maður gefur ein- hverju gaum í umhverfi sínu, þá tölum við gjarnan um að maður beini sjónum sínum að því. Hér er hætt við að við föllum í gryfju tungumálsins. Sjónskynið hefur hér ákveðinn forgang í skilningi okkar á því hvernig við beinum okkur meðvitað að umhverfi okkar. Það er hentugt að segja að maður beini sjónum sín- um að einhverju, enda er það oft meint bókstaflega. En í hinni fyrirbærafræðilegu rannsókn þarf það ekki að vera meint í bókstaflegum skilningi, þó svo að slíkt gæti verið raunin. Það sem átt er við er að ætlandi mín beinist að hinum ætlaða hlut. Ætlandi mín getur beinst að hlutnum á margvíslegan hátt. Ég get ekki aðeins horft á hann, ég get hlustað (og þá jafnvel með lokuð augun) og ég get snert hann. En ég gæti líka verið að ímynda mér hann eða minnast hans. Ég gæti verið að fella dóm um hann. 16 Sjá Behnke, (án ártals) og Zahavi, 1994. 17 Í þessari umfjöllun minni mun ég aðeins horfa á eitt afmarkað svið þess hvernig hlutveruleikinn birtist okkur sem hlutveruleiki. Annað svið sem spilar gífurlega stórt hlutverk í ritum Husserls, sérstaklega á síðari hluta ferilsins, en ég get ekki snert á núna, hefur að gera með þátt annarra í skilningi okkar á umhverfi okkar, þ.e.a.s. mikilvægi samveruleikans (e. intersubjectivity) í heims- mynd okkar. Sjá t.a.m. fimmtu hugleiðingu Kartesískra hugleiðinga og hluta III A í Krisis. 18 Husserl, 1970: 82. 19 Sama: 82–83. Hugur 2015-5.indd 54 5/10/2016 6:45:08 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.