Hugur - 01.01.2015, Síða 76

Hugur - 01.01.2015, Síða 76
76 Sigríður Þorgeirsdóttir vantar enn, að kanna hið óskýra.30 Hvað átti Nietzsche við þegar hann skrifaði: „Ég skrifaði verkin mín alltaf með öllum líkama mínum og öllu mínu lífi: Ég veit ekki hvað ‚hrein vitsmunaleg‘ vandamál eru“?31 Með þessu gefur hann til kynna að við höfum heimspeki í líkamanum áður en við tjáum hana með hugtökum eða kenningum.32 Irigaray setur fram keimlíka hugmynd þegar hún talar um neikvæð viðbrögð starfsbræðra við heimspeki sinni: Þeir þoldu ekki að ég reyndi að hugsa sem lifandi vera, það er sem kyn- vera [e. sexuate being]. Þeir heimtuðu að ég hugsaði sem hvorugkyn, hlutlaus lifandi vera. Það er allsendis ógerlegt. Sérhver hugsun er kyn- leg [e. sexuate] jafnvel þótt hún sé ekki viðurkennd sem slík, jafnvel af hugsuðinum sjálfum. Eingöngu tæknilegar eða vélrænar athugasemdir eða orðræður geta verið kynlausar en þær hefjast eða beita hugsun án þess að hugsa. Vél getur beitt hugsun en hún getur ekki hugsað sjálf. Því miður þá fara sumir menntamenn ekki lengra en að vélrænu stigi eða eftirhermustigi vitsmunalegrar virkni.33 Heimspekileg iðja er ekki einungis upprifjunaræfing sem felst í að muna eftir hugtökum úr verkum heimspekinnar og raða þeim saman á nýjan, athyglisverðan hátt. Sértæk hugtök eiga rætur í vísindalegri og hlutlægri hugsun þar sem gert er ráð fyrir að rannsakandinn sé settur í sviga að því leyti sem hann er líkamsvera sem hefur kenndir og finnur til. Heimspeki er ekki hlutlæg, vísindaleg hugsun sem krefst þess að setja heimspekinginn sem lifandi veru í sviga jafnvel þótt hún þurfi að gæta vissrar fjarlægðar og óhlutdrægni. Heimspeki er lífs- og þankamáti lifandi veru og ekki bara orðræða sértækra kenninga.34 Grundvallarhugmynd „focusing“ eða hugsunar á brúninni er sú að líkamar okkar hafi að geyma lifaða reynslu og séu jafnframt uppspretta einstaklingsbundinnar hugsunar. Líkamar okkar eru eins og bók lífs okkar. Öll okkar reynsla, þekking og upplifun er skráð á þessa bók og er okkur misaðgengileg. Það sem er átt við hér er að við verðum sem heimspekingar að geta nálgast uppsprettur fersks tungutaks í líkama okkar, í þeirri reynslu og þekkingu sem við búum yfir og er varðveitt þar. Heimspekingar hafa bara sig sjálfa. Það er í senn eymd og tækifæri heimspekinnar sem einnar vísindagreinar meðal annarra. Heimspekingar verða sjálfir að úthugsa hugtök og sannreyna þau og það krefur þá um meira en að lúta lögmálum rökfræðinnar í hugtakabundinni hugsun. Heimspeki hefur sérstöðu sem fræðigrein. Hún beitir ekki raunvísindalegum aðferðum náttúruvísinda og empírískum rannsóknarað- ferðum félagsvísinda. Heimspeki er heldur ekki bara ljóðræn hugsun. Hún er sérstök tegund hugsunar. Sjálf heimspekingsins er meira en sjálfsvitund eða vits- munalegt, ígrundandi sjálf. Sjálfið er sjálfsleiðréttandi í skilningi sínum. Það er 30 Gendlin, 2004: 1. 31 Nietzsche, 1980: KSA 9, 4 [285], 170. 32 Stegmaier, 2011:10–11. 33 Irigaray, 2016: Blaðsíðutal ekki ljóst fyrr en bókin sem greinin er í kemur út síðar á árinu. 34 Schustermann, 2012: 3. Hugur 2015-5.indd 76 5/10/2016 6:45:14 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.