Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 83

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 83
 Efi, skynsemi og kartesísk endurhæfing 83 þurfi að hafa góðar eðlisgáfur eða þá kennslu viturs manns, bæði til þess að losa sig undan röngum kenningum sem hugur hans er fullur af, og til að byggja fyrsta grundvöll5 traustrar þekkingar og uppgötva allar leiðir sem hann getur farið til að koma þekkingu sinni upp á hæsta stig sem hún getur mögulega náð. [HR I:305] Descartes virðist hafa haldið að hans eigin upplýsing hafi verið afsprengi góðra eðlisgáfna, en þegar hann var orðinn einn af hinum vitru, var hann fús til að leiðbeina öðrum. Leiðbeiningarnar sem hann notar eru rökræðubundnar en þær eru ætlaðar til endurhæfingar frekar en til útskýringar. Skotspónn endurhæfingar Descartesar er „viðjar fordómanna“, sjúkt ástand hugsunarinnar sem manninum er, samkvæmt Descartes, eðlilegt að lenda í. Til að skilja endurhæfinguna þurfum við að skilja þetta ástand og rætur þess. Greining Descartesar er í stuttu máli eftirfarandi:6 Við fæðingu erum við öll gædd sálargáfum skynjunar, minnis, ímyndunarafls og skynsemi, virðist hann halda; en meðan skynjunin starfar af fullum krafti frá byrjun, þá er skynsemin frumstæð og veikburða meðan við erum börn. Í bernsku er skynsemin einmitt aðeins virk þegar hún er „örvuð [impulsi] af skynjuninni“: Þegar við stöndum frammi fyrir mergð skynjana eins og ánægju og sársauka, hungurs og þorsta, hita og kulda, bragðs, áferðar og lyktar, getum við skilið með skynseminni „efni sem er útþanið að lengd, breidd og dýpt og hinir ýmsu hlutar þess hafa ýmsa lögun og hreyfingu og valda skynjunum sem við höfum af litum, lykt, sársauka o.s.frv.“ (Lögmál II, 1: HR I:254). En vegna þess að skynsemin er í fyrstu aðeins virk í nánu sambandi við skynjunina og vegna þess að skynjanir okkar, sem eru mjög tærar7 og lifandi, fanga athygli okkar gersam- Charles Adam og Pauls Tannery (AT = Oeuvres de Descartes, París: Cerf, 1898–1956), sem staðsetur þá texta sem þýddir eru, ásamt tilvísun til HR. [Í núverandi íslenskri gerð er auk þess stuðst við útgefnar íslenskar þýðingar á verkum Descartes, Orðræðu um aðferð og Hugleiðingum um frum- speki (OA = René Descartes, Orðræða um aðferð, þýð. Magnús G. Jónsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1991; HF = René Descartes, Hugleiðingar um frumspeki, þýð. Þorsteinn Gylfason, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001).] 5 [Descartes talar á latínu um fundamentum (grundvöll, undirstöðu; e. foundation) þekkingarinnar en seinna um principia (sjá sér í lagi IV. kafla hér á eftir). Þegar hann talar um principia (e. pr- inciples), virðist hann hafa í huga þær sálargáfur sem þekking okkar getur verið reist á, nefnilega skynjun og skynsemi. „Grundvöllurinn“ svokallaði samanstendur m.a. af þessum principia og Descartes virðist beina athygli sinni að þeim frekar en t.d. frumforsendum eða frumreglum. Principia er hér á eftir þýtt sem rætur, uppsprettur eða sálargáfur, eftir atvikum, en undantekning er heiti bókarinnar Principia philosophiae (1644) sem er hér þýtt sem Lögmál heimspekinnar.] 6 Raunar er greining Descartesar ekki ein eða ótvíræð. Sú greining sem hér fylgir er tekin saman upp úr ýmsu sem Descartes segir hér og hvar, einkum þó á eftirfarandi stöðum: Hugleiðingar I (einkum HR I:117–118) og III (einkum HR I:160–161); Lögmál (I, 70–71; „Svör við andmælum VI“, 9–10); Leitin (einkum HR I:311–312). 7 [Descartes notar latnesku lýsingarorðin clarus og distinctus sem íðorð er lýsa tilteknum hug- myndum eða skynjunum. Þau eru einatt þýdd á ensku sem clear og distinct og hafa stundum verið þýdd á íslensku sem skýr og greinilegur. Greinarhöfundi finnst að orðin skýr og greinilegur merki næstum því hið sama á íslensku, en clarus og distinctus hafa ólíkar merkingar á latínu. Hann vill láta þýða þau hér sem tær og hreinn. Descartes útskýrir oftar en einu sinni að tær (clare) hugmynd eða skynjun sé ljós – gegnsæ – ekki loðin, á meðan hrein (distincte) hugmynd eða skynjun sé óblönduð – aðskilin frá utanaðkomandi hugmyndum eða skynjunum. Descartes talar líka um tærleika og hreinleika sem eiginleika sem hugmyndir og skynjanir geta haft. Lesandinn hafi í huga Hugur 2015-5.indd 83 5/10/2016 6:45:16 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.