Hugur - 01.01.2015, Page 131
„Gagnrýnin hugsun“ í gæsalöppum 131
raun í sér að stefna sinni eigin félagslegu tilvist í hættu45 vegna þess að í því felst að
ráðast á þau norm, þær venjur sem gera öðrum kleift að skilja þig, að þekkja þig!
Þessi (einstaklingsbundna) athöfn er lykilatriði fyrir skoðun Butler á gagnrýni.
Öll hennar verk eru lituð af þeirri persónulegu reynslu að hafa fundið fyrir mörk-
um þekkingarrammans; að sá félagslegi rammi sem henni var gefinn náði ekki að
fanga hennar eigin langanir eða lýsa hennar eigin upplifun af heiminum.46 Butler
er hugsuður sem gerir usla á sviði normanna en þau eiga stóran þátt í því að skapa
þekkingarrammann á þann hátt að við lærum hvernig við eigum að hegða okkur
um leið og sett eru takmörk fyrir því hvernig við getum hegðað okkur.
Maður þenur sig ekki út að þolmörkum sínum til þess að upplifa ein-
hverja spennu, vegna þess að mörkin eru hættuleg eða sexí, eða til þess
að standa í örvandi nálægð við hið illa. Maður spyr sig um mörk þekk-
ingarinnar vegna þess að maður er þegar kominn í krísuástand í þeim
þekkingarramma sem myndar tilvist manns.47
Það sem rúmast ekki innan hins félagslega þekkingarramma er í raun ekki hægt
að tala um samkvæmt Butler.48 Að reyna að tjá eitthvað nýtt, sem enn hefur
ekki hlotið nokkurt menningarlegt minni, er að mæta skilningsvana andlitum sem
þó gera tilraun til að tengja við það sem þú ert að reyna að segja en finna ekki
tilvísunina vegna þess að hún er ekki til, heldur er verið að skapa eitthvað nýtt. Þá
erum við einfaldlega að tala um reynslu af hversdagslífinu, svipbrigði, samræður
á milli fólks, allt þetta litla sem við skynjum en getum ekki komið í orð, ekki
endilega vegna þess að það sé ekki hægt að koma því í orð, heldur vegna þess að
það svið þekkingar sem skapar okkur sammannlega tilvist hefur ekki gengist við
því, viðurkennt það eða virt það viðlits.49
Að afhjúpa þessi mörk þekkingarrammans kallar Foucault iðju dygðar.50 Dygð
er hér í raun gagnrýnið viðhorf sem er andstætt röð og reglu, andstætt hlýðni.
Þetta gamla, sígilda heimspekihugtak, sem hjá Aristótelesi virðist svo fágað, er
hjá Foucault fullt af krafti og vitleysu; raunar virðist það vera nokkurn veginn
það sama og andóf sem er mikilvægt í valdagreiningu Foucaults. Í það minnsta
er Foucault að fara gegn hlýðni sem sést glöggt í allri greiningu hans á sögulegri
45 Þetta rímar við áherslu á hugrekki þegar fjallað er um gagnrýna hugsun á íslensku, til dæmis í
fyrirlestri Jakobs Guðmunds Rúnarssonar: „Hugrekki og gagnrýnin hugsun. Er hægt að kenna
siðferðilega hugprýði?“ Sjá Jakob, 2011.
46 Butler, 2002: 215.
47 Butler, 2002: 215. Þýðingin er höfundar.
48 Hér sjást mjög skýr áhrif frá Foucault og hugmyndum hans um þekkingu, t.d. hugmynd hans um
þekkingargrind (e. grid of intelligibility). Sjá Foucault, 1998.
49 Dæmi um þetta gæti verið þegar sagt er að koma út úr skápnum. Sú athöfn og það orðalag er að
talsverðu leyti orðið að samþykktri hugmynd á Íslandi sem fólk skilur. Fólk getur því myndað
hliðstæðu við að koma út úr hinsegin skápnum og að koma út úr öðrum skápum, að upplýsa um
eitthvað sem fólk hefur verið í felum með og upplifir annaðhvort sem skömm eða eitthvað sem sé
of persónulegt/prívat til þess að deila. Þessi athöfn og sérstaklega þetta orðalag er nú í meira mæli
samþykkt innan þekkingarramma okkar en var það ekki fyrir fáeinum áratugum jafnvel þótt að
sú gjörð að afhjúpa sig á þennan hátt hafi verið til og kannski tengd öðru orðalagi.
50 Foucault, 2007: 43 og Butler, 2002: 215.
Hugur 2015-5.indd 131 5/10/2016 6:45:32 AM