Hugur - 01.01.2015, Síða 131

Hugur - 01.01.2015, Síða 131
 „Gagnrýnin hugsun“ í gæsalöppum 131 raun í sér að stefna sinni eigin félagslegu tilvist í hættu45 vegna þess að í því felst að ráðast á þau norm, þær venjur sem gera öðrum kleift að skilja þig, að þekkja þig! Þessi (einstaklingsbundna) athöfn er lykilatriði fyrir skoðun Butler á gagnrýni. Öll hennar verk eru lituð af þeirri persónulegu reynslu að hafa fundið fyrir mörk- um þekkingarrammans; að sá félagslegi rammi sem henni var gefinn náði ekki að fanga hennar eigin langanir eða lýsa hennar eigin upplifun af heiminum.46 Butler er hugsuður sem gerir usla á sviði normanna en þau eiga stóran þátt í því að skapa þekkingarrammann á þann hátt að við lærum hvernig við eigum að hegða okkur um leið og sett eru takmörk fyrir því hvernig við getum hegðað okkur. Maður þenur sig ekki út að þolmörkum sínum til þess að upplifa ein- hverja spennu, vegna þess að mörkin eru hættuleg eða sexí, eða til þess að standa í örvandi nálægð við hið illa. Maður spyr sig um mörk þekk- ingarinnar vegna þess að maður er þegar kominn í krísuástand í þeim þekkingarramma sem myndar tilvist manns.47 Það sem rúmast ekki innan hins félagslega þekkingarramma er í raun ekki hægt að tala um samkvæmt Butler.48 Að reyna að tjá eitthvað nýtt, sem enn hefur ekki hlotið nokkurt menningarlegt minni, er að mæta skilningsvana andlitum sem þó gera tilraun til að tengja við það sem þú ert að reyna að segja en finna ekki tilvísunina vegna þess að hún er ekki til, heldur er verið að skapa eitthvað nýtt. Þá erum við einfaldlega að tala um reynslu af hversdagslífinu, svipbrigði, samræður á milli fólks, allt þetta litla sem við skynjum en getum ekki komið í orð, ekki endilega vegna þess að það sé ekki hægt að koma því í orð, heldur vegna þess að það svið þekkingar sem skapar okkur sammannlega tilvist hefur ekki gengist við því, viðurkennt það eða virt það viðlits.49 Að afhjúpa þessi mörk þekkingarrammans kallar Foucault iðju dygðar.50 Dygð er hér í raun gagnrýnið viðhorf sem er andstætt röð og reglu, andstætt hlýðni. Þetta gamla, sígilda heimspekihugtak, sem hjá Aristótelesi virðist svo fágað, er hjá Foucault fullt af krafti og vitleysu; raunar virðist það vera nokkurn veginn það sama og andóf sem er mikilvægt í valdagreiningu Foucaults. Í það minnsta er Foucault að fara gegn hlýðni sem sést glöggt í allri greiningu hans á sögulegri 45 Þetta rímar við áherslu á hugrekki þegar fjallað er um gagnrýna hugsun á íslensku, til dæmis í fyrirlestri Jakobs Guðmunds Rúnarssonar: „Hugrekki og gagnrýnin hugsun. Er hægt að kenna siðferðilega hugprýði?“ Sjá Jakob, 2011. 46 Butler, 2002: 215. 47 Butler, 2002: 215. Þýðingin er höfundar. 48 Hér sjást mjög skýr áhrif frá Foucault og hugmyndum hans um þekkingu, t.d. hugmynd hans um þekkingargrind (e. grid of intelligibility). Sjá Foucault, 1998. 49 Dæmi um þetta gæti verið þegar sagt er að koma út úr skápnum. Sú athöfn og það orðalag er að talsverðu leyti orðið að samþykktri hugmynd á Íslandi sem fólk skilur. Fólk getur því myndað hliðstæðu við að koma út úr hinsegin skápnum og að koma út úr öðrum skápum, að upplýsa um eitthvað sem fólk hefur verið í felum með og upplifir annaðhvort sem skömm eða eitthvað sem sé of persónulegt/prívat til þess að deila. Þessi athöfn og sérstaklega þetta orðalag er nú í meira mæli samþykkt innan þekkingarramma okkar en var það ekki fyrir fáeinum áratugum jafnvel þótt að sú gjörð að afhjúpa sig á þennan hátt hafi verið til og kannski tengd öðru orðalagi. 50 Foucault, 2007: 43 og Butler, 2002: 215. Hugur 2015-5.indd 131 5/10/2016 6:45:32 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.