Hugur - 01.01.2016, Side 8

Hugur - 01.01.2016, Side 8
Hugur | 28. ár, 2016–17 | s. 8–16 Athygli er hugrænn einhljómur Björn Rúnar Egilsson ræðir við Christopher Mole Þrátt fyrir að margir þeirra sem fást við rannsóknir og fylgjast með nýjustu vís- indakenningum á sviði sálfræði og taugalífeðlisfræði skeyti lítið um frumspeki, er Christopher Mole ekki einn þeirra. Mole lauk grunnnámi í heimspeki og sálfræði við Oxford-háskóla árið 2000 og doktorsnámi í heimspeki við Princeton í Bandaríkjunum árið 2005. Frá útskrift hefur hann bæði starfað við Washington University í St. Louis og University College Dublin en árið 2009 fékk hann stöðu hjá University of British Columbia þar sem hann starfar enn. Áhugasvið hans liggur fyrst og fremst í heimspeki- kenningum í sálfræði, hugspeki og fagurfræði eins og fjölmargar greinar og bókakaflar vitna um, en þó hefur hann einnig fengist við vísindaheimspeki, málspeki og rökfræði. Árið 2011 gaf hann út bókina Attention is Cognitive Unison og liggur innihald hennar viðtalinu hér að neðan til grundvallar. Bókin hefst á sögulegu yfirliti kenninga um athygli allt frá því að sálfræði var að ryðja sér til rúms sem sjálfstæð fræðigrein seint á 19. öld til dagsins í dag, en Mole segir söguna skipta máli vegna þess að hún sýni okkur að frumspekileg málefni séu samofin grundvallarályktunum okkar um hvernig rannsaka og útskýra megi hugræn fyrirbæri. Viðfangsefni bókarinnar er því á mótum taugalífeðlisfræði, sálfræði og heimspeki – fræðigreina sem mættu ræða oftar saman. Mole setur einnig fram eigin kenningu um athygli sem hugrænan einhljóm og fer ofan í kjölinn á frumspekilegum undirstöðum hennar sem hann segir núverandi rannsóknaraðferðir í tilraunasálfræði ekki geta litið fram hjá – áhugaverð fullyrðing sem heyrist sjaldan þegar fjallað er um rannsóknarniðurstöður á sviði taugalífeðlisfræði eða sálfræði. Mýmargar kenningar um athygli hafa verið þróaðar og settar fram á ofangreindu tímabili og má þar helst nefna kenningar Williams James annars vegar og F. H. Bradley hins vegar í kringum þar síðustu aldamót, en hvor um sig nálgaðist við- fangsefnið á ólíkan hátt. James hélt því fram að hægt væri að finna eitthvert ákveðið ferli eða mengi ferla í heilanum sem samsvaraði athygli, t.a.m. stillingu skynfæra í samræmi við undirstöður ímyndunaraflsins. En Bradley var ósáttur við þá skýringu. Hann taldi að slík ferli væru svo mörg og misjöfn að samsvörun þeirra við athygli væri merkingarlaus. Lykilinn að því að skilja hana væri frekar að finna í samhengi eða hætti þeirra tilvika sem fælu athygli í sér. Þrátt fyrir að báðir hafi verið áhrifamiklir, segir Mole að hugmyndir þeirra dugi á endanum ekki til og að í deilu þeirra James og Hugur 2017-6.indd 8 8/8/2017 5:53:11 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.