Hugur - 01.01.2016, Page 9
Athygli er hugrænn einhljómur 9
Bradleys felist frumspekilegur ágreiningur sem fyrst þarfnist úrlausnar ef við viljum
fá fullnægjandi svar við spurningunni „Hvað er athygli?“
Þú hefur sagt að ef við viljum útskýra athygli þá dugi ekki að biðja einhvern um að
veita einhverju athygli, skanna heilann í viðkomandi á meðan og benda á skjáinn og
segja: „Þarna er svarið!“ Þú heldur því fram að spurningin um athygli sé djúpstæðari
en þær spurningar sem eðlisfræðingar eða sálfræðingar fáist við. Hvers konar frum-
speki þarf til að ryðja brautina fyrir fullnægjandi útskýringu?
Frumspeki af því tagi sem Bradley vann að. Áður en við getum lesið rétt út úr því
sem heilaskanninn sýnir okkur, þurfum við að hafa kenningu sem útskýrir tengsl
taugafræðilegra atburða og sálfræðilegra fyrirbæra sem eiga sér stað á sama tíma.
Ein kenning segir að þau séu eitt og hið sama: að það sé bein samsvörun á milli
þeirra, þau eigi sér hvort um sig stað í heilanum og þannig megi útskýra athygli.
En að halda því fram felur í sér frumspekilega skuldbindingu sem ekki er hægt
að lesa beint úr niðurstöðum heilaskannans. Þá er gengið að því vísu að nú þegar
hafi fólk gert sér fullnægjandi grein fyrir tengslunum þarna á milli og viti hvað
skanninn muni sýna. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa kenningu sem gerir grein
fyrir tengslunum á milli þess sem skanninn sýnir og hinna sálfræðilegu fyrirbæra
sem á að útskýra.
Í Attention is Cognitive Unison segir þú að innan sálfræðinnar sé gengið út frá
því að rannsóknir hennar og aðferðafræði eigi að vera laus við frumspekilegar skuld-
bindingar en samt sem áður felist heimspekilegar ályktanir og frumspekilegar staðhæf-
ingar í mörgu af því sem sálfræðingar hafi að segja um athygli. Geturðu gefið einhver
dæmi?
Eitt dæmi, sem ég ræði í fimmta kafla, er þegar fræðimennirnir Richard And-
ersen og Michael Goldberg og rannsóknarteymi þeirra telja sig eiga í djúpstæðum
ágreiningi um hlutverk hliðlæga hvirfilbarkarins. Andersen og félagar telja að þar
fari fram starfsemi sem sé undanfari samhæfðra augnhreyfinga og nefna ásetning
sem slíkan undanfara, á meðan Goldberg telur það rangt og segir að þegar við
sjáum taugastarfsemi sem er undanfari augnhreyfinga, sé slíkt ekki merki um
myndun ásetnings heldur það að athyglinni sé beint að því sem á síðan að horfa á.
Tilhugsunin um að þessar tvær kenningar stríði gegn hvor annarri og útiloki hvor
aðra virðist aðeins möguleg ef maður er nú þegar skuldbundinn hugmyndinni um
að ásetningur og athygli séu tveir ólíkir hlutir. En það felur í sér frumspekilega
ályktun um hvernig athygli tengist öðrum hugrænum fyrirbærum og aðra um
hvernig hugræn fyrirbæri tengist taugafræðilegum undirstöðum sínum. Ég held
að í báðum tilfellum sé ályktunin röng.
Þú sagðir einu sinni að sálfræðin reiði sig á tilleiðslurökfræði í hverju skrefi.
Já, það hljómar eins og eitthvað sem ég gæti hafa sagt.
Heldurðu að það tengist fælni sálfræðinga gagnvart frumspeki á einhvern hátt?
Mögulega, það er eiginlega ástæðan fyrir því að þeir koma sér í vandræði. Ef þú
Hugur 2017-6.indd 9 8/8/2017 5:53:12 PM