Hugur - 01.01.2016, Page 9

Hugur - 01.01.2016, Page 9
 Athygli er hugrænn einhljómur 9 Bradleys felist frumspekilegur ágreiningur sem fyrst þarfnist úrlausnar ef við viljum fá fullnægjandi svar við spurningunni „Hvað er athygli?“ Þú hefur sagt að ef við viljum útskýra athygli þá dugi ekki að biðja einhvern um að veita einhverju athygli, skanna heilann í viðkomandi á meðan og benda á skjáinn og segja: „Þarna er svarið!“ Þú heldur því fram að spurningin um athygli sé djúpstæðari en þær spurningar sem eðlisfræðingar eða sálfræðingar fáist við. Hvers konar frum- speki þarf til að ryðja brautina fyrir fullnægjandi útskýringu? Frumspeki af því tagi sem Bradley vann að. Áður en við getum lesið rétt út úr því sem heilaskanninn sýnir okkur, þurfum við að hafa kenningu sem útskýrir tengsl taugafræðilegra atburða og sálfræðilegra fyrirbæra sem eiga sér stað á sama tíma. Ein kenning segir að þau séu eitt og hið sama: að það sé bein samsvörun á milli þeirra, þau eigi sér hvort um sig stað í heilanum og þannig megi útskýra athygli. En að halda því fram felur í sér frumspekilega skuldbindingu sem ekki er hægt að lesa beint úr niðurstöðum heilaskannans. Þá er gengið að því vísu að nú þegar hafi fólk gert sér fullnægjandi grein fyrir tengslunum þarna á milli og viti hvað skanninn muni sýna. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa kenningu sem gerir grein fyrir tengslunum á milli þess sem skanninn sýnir og hinna sálfræðilegu fyrirbæra sem á að útskýra. Í Attention is Cognitive Unison segir þú að innan sálfræðinnar sé gengið út frá því að rannsóknir hennar og aðferðafræði eigi að vera laus við frumspekilegar skuld- bindingar en samt sem áður felist heimspekilegar ályktanir og frumspekilegar staðhæf- ingar í mörgu af því sem sálfræðingar hafi að segja um athygli. Geturðu gefið einhver dæmi? Eitt dæmi, sem ég ræði í fimmta kafla, er þegar fræðimennirnir Richard And- ersen og Michael Goldberg og rannsóknarteymi þeirra telja sig eiga í djúpstæðum ágreiningi um hlutverk hliðlæga hvirfilbarkarins. Andersen og félagar telja að þar fari fram starfsemi sem sé undanfari samhæfðra augnhreyfinga og nefna ásetning sem slíkan undanfara, á meðan Goldberg telur það rangt og segir að þegar við sjáum taugastarfsemi sem er undanfari augnhreyfinga, sé slíkt ekki merki um myndun ásetnings heldur það að athyglinni sé beint að því sem á síðan að horfa á. Tilhugsunin um að þessar tvær kenningar stríði gegn hvor annarri og útiloki hvor aðra virðist aðeins möguleg ef maður er nú þegar skuldbundinn hugmyndinni um að ásetningur og athygli séu tveir ólíkir hlutir. En það felur í sér frumspekilega ályktun um hvernig athygli tengist öðrum hugrænum fyrirbærum og aðra um hvernig hugræn fyrirbæri tengist taugafræðilegum undirstöðum sínum. Ég held að í báðum tilfellum sé ályktunin röng. Þú sagðir einu sinni að sálfræðin reiði sig á tilleiðslurökfræði í hverju skrefi. Já, það hljómar eins og eitthvað sem ég gæti hafa sagt. Heldurðu að það tengist fælni sálfræðinga gagnvart frumspeki á einhvern hátt? Mögulega, það er eiginlega ástæðan fyrir því að þeir koma sér í vandræði. Ef þú Hugur 2017-6.indd 9 8/8/2017 5:53:12 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.