Hugur - 01.01.2016, Page 10
10 Björn Rúnar Egilsson ræðir við Christopher Mole
ert með ógrynni af gögnum – þetta á við um vísindin almennt og einskorðast
ekki við sálfræði – og heldur þig við afleiðslurökfræði, færðu aldrei tækifæri til
þess að fjalla um það sem vekur áhuga þinn. Gögn eðlisfræðingsins standa ekki
saman af staðreyndum um rafeindir eða ljóseindir, það er einfaldlega ekki eitt-
hvað sem þú finnur á rannsóknarstofunni. Það sem rannsóknarstofan býður upp
á er flökt á tölvuskjánum þegar rafsegulmagn er mælt eða eitthvað slíkt og engin
afleiðslurökfræði gæti nokkurn tíma leitt mann frá slíkum staðreyndum yfir í
staðreyndir um ljóseindir eða frumeindir. Það sem vekur áhuga fólks í vísindum
eru alltaf staðhæfingar sem ná út fyrir gögnin. Það er dálítið óþægileg staðreynd
fyrir vísindin. Sumir vísindamenn eru vandræðalegir yfir því að þurfa að reiða
sig á tilleiðslurökfræði. Ég veit ekki hvort þeir ættu að vera það en sálfræðin er í
verri stöðu hvað það varðar en nokkur önnur vísindagrein. Gögn sálfræðinganna
eru ekki frumgögn um hugræn fyrirbæri og þess vegna þurfa þeir að reiða sig
á tilleiðslurökfræði. Án góðrar frumspekilegrar kenningar um hugræn fyrirbæri
(sem býður upp á útskýringar á tengslum hugans við líkamann) verður alltaf gjá á
milli hugrænna fyrirbæra og þess sem við greinum í rannsóknum.
Þú segir einnig að þetta gerist óhjákvæmilega þegar rannsóknarniðurstöður eru notaðar
til þess að útskýra eitthvað, vegna þess að þær feli í sér frumspekilegar skuldbindingar.
Já, það er rétt.
Þú heldur því fram að ástæðan fyrir að James og Bradley hafi verið ósammála (án þess
að þeir hafi áttað sig á því sjálfir) sé sú að þeir bjóði upp á lausnir sem eigi heima sín í
hvorri kvínni, í fyrirbærum sem felast í ferlum (e. process-first phenomena) annars
vegar og í fyrirbærum sem felast í atvikum (e. adverbial phenomena) hins vegar. Þú
heldur því fram að athygli eigi heima í seinni flokknum, sem flokkar atburði eftir því
hvort þeir öðlist ákveðna eiginleika við það að atburðurinn eigi sér stað. Atburðirnir
verði því ekki útskýrðir með samsvörun við ferlin sem eiga sér stað í þeim. Er þá
rétt skilið hjá mér að þú sjáir athygli sem hugrænan atburð sem hafi einhljóm sem
eiginleika?
Ég held því fram að þegar einhver veiti einhverju athygli, eigi hugrænn atburður
sér stað og að það sem geri það að verkum að þessi einstaklingur veiti því athygli
sé að sá atburður eigi sér stað á athugulan hátt. Einhljómskenningin gerir grein
fyrir því hver sá eiginleiki er – hvað það merkir fyrir eitthvað að vera athugult.
Hugræna einhljómskenningin lýsir sambandinu á milli athygli og hinna hugrænu
ferla sem eiga sér stað víðs vegar um heilann sem sambærilegu við samband einhljóms
hinnar leikandi hljómsveitar við hinn einstaka hljómsveitarmeðlim. Athygli – ein-
hljómurinn – nær út og yfir ferlana sem eiga sér stað í heilanum. Lýsir þetta almennri
heimspekilegri afstöðu þinni til hugans? Reiðirðu þig á eiginleikatvíhyggju, sem telur
hugann samanstanda af eiginleikum sem koma fram við starfsemi heilans (þ.e. ekki er
hægt að smætta þá niður í heilastarfsemina sjálfa) án þess þó að þeir séu af öðru efni
komnir?
Ég held að kenningin feli ekki í sér neinar skuldbindingar af því tagi. Ein leið til
Hugur 2017-6.indd 10 8/8/2017 5:53:12 PM