Hugur - 01.01.2016, Side 19
Skylduboðið um að veita athygli 19
talar um erfiðleikana við að halda í rétta sannfæringu okkar með því að nota
goðsagnakenndar og líflegar styttur sem táknmynd órökstuddra skoðana, en hann
gerir það í sama mund og hann freistar okkar til að hugsa um erfiðisvinnuna sem
felst í því að öðlast þessa sannfærinu.
Við getum skilgreint það sem hin daídalíska samlíking Sókratesar sleppir – en
það sem undarlegheit hennar fá okkur til að hugleiða – sem gildi sem er eftir-
tektarsemi (e. attentiveness) eðlislæg. Við höfum haldið því fram að það að öðlast
ástand þekkingar geri þær kröfur á þann sem býr yfir henni að hann sé í réttilega
stilltu sambandi við heiminn, svo hann geti verið næmur fyrir staðreyndunum.
Á vissan hátt krefst það þess að hið þekkjandi sjálf sé athugult. Þegar innra gildi
eftirtektarsemi hefur verið tekið til skoðunar, gefur það fyrirheit um að veita full-
nægjandi grundvöll fyrir þá sannfæringu Menóns að gildi þekkingar sé meira en
gildi réttrar meiningar. Með gildi athyglinnar í sjónmáli, getum við þegar útskýrt
yfirburði þekkingar gagnvart réttri meiningu með því að ætla að handhafi þekk-
ingarinnar hafi nú þegar gert eitthvað sem er með ágætum – og skari fram úr því
athæfi sem felst í skoðanamyndun – með því að beita hæfileikum sínum til eft-
irtektar. Þetta gefur í skyn að það að horfa, hugsa og iðka heimspeki á athugulan
hátt sé eitthvað sem ætti nú þegar að teljast vera ómaksins virði, jafnvel áður en
tekið hefur verið tillit til virði hinnar sönnu og gagnlegu fullvissu sem af því leiðir.
2 Gildi eftirtektarsemi er af siðferðilegum toga
Sá hugsanagangur Platons sem við höfum nú lokið við að draga fram, gefur til
kynna að gildi athuguls huga hlýtur að vera aðskilið gildi þess að hafa rétta sann-
færingu, en þetta segir okkur aðeins að þessi gildi séu ekki eitt og hið sama. Af
því flýtur ekki enn að þessi gildi séu óháð hvort öðru. Rökin fyrir aðgreinanleika
þeirra ættu nú að liggja fyrir: manneskjan sem býr yfir þekkingu og manneskjan
sem hefur rétta skoðun eru báðar í ástandi sem nær taki á sannleikanum; sér-
hvert gildi sem sannleikurinn kynni að hafa í sjálfu sér er gildi sem hann deilir
nauðsynlega með ástandi þeirra, gildi athyglinnar virðist því vera eftirstöðvar:
staðhæfing hennar er nauðsynleg til þess að gera grein fyrir þeirri viðurkenningu
sem sá sem býr yfir þekkingu á skilið umfram aðra, eftir að gildi sannleikans hefur
verið tekið út úr jöfnunni.
Þessi röksemdafærsla gengur ekki svo langt að gefa til kynna að gildi sann-
leikans og gildi eftirtektarsemi hljóti að vera óháð hvort öðru. Hægt er að sjá
að svo sé með því að hugleiða hliðstætt dæmi. Sem eitt slíkt dæmi getum við
hugleitt handverksmann sem hefur búið til hagleikssmíð og er því í meiri metum
en lærlingur hans, sem hefur búið til smíðisgrip sem gefur hinum ekkert eftir en
aðeins fyrir sakir heppni sem hefur ekkert með kunnáttu að gera. Ef til vill hefur
handverksmaðurinn öðlast færni í því að bora holur á nákvæmlega rétta staði á
flautu svo að hljóðfærið er fullkomlega stillt, en lærlingurinn hefur aftur á móti
slysast til þess að bora götin á réttum stöðum, þar sem hann hefur aldrei leitt
hugann að hinum flóknu atriðum fínstillingar að neinu marki. Jafnvel þótt hægt
Hugur 2017-6.indd 19 8/8/2017 5:53:14 PM