Hugur - 01.01.2016, Síða 19

Hugur - 01.01.2016, Síða 19
 Skylduboðið um að veita athygli 19 talar um erfiðleikana við að halda í rétta sannfæringu okkar með því að nota goðsagnakenndar og líflegar styttur sem táknmynd órökstuddra skoðana, en hann gerir það í sama mund og hann freistar okkar til að hugsa um erfiðisvinnuna sem felst í því að öðlast þessa sannfærinu. Við getum skilgreint það sem hin daídalíska samlíking Sókratesar sleppir – en það sem undarlegheit hennar fá okkur til að hugleiða – sem gildi sem er eftir- tektarsemi (e. attentiveness) eðlislæg. Við höfum haldið því fram að það að öðlast ástand þekkingar geri þær kröfur á þann sem býr yfir henni að hann sé í réttilega stilltu sambandi við heiminn, svo hann geti verið næmur fyrir staðreyndunum. Á vissan hátt krefst það þess að hið þekkjandi sjálf sé athugult. Þegar innra gildi eftirtektarsemi hefur verið tekið til skoðunar, gefur það fyrirheit um að veita full- nægjandi grundvöll fyrir þá sannfæringu Menóns að gildi þekkingar sé meira en gildi réttrar meiningar. Með gildi athyglinnar í sjónmáli, getum við þegar útskýrt yfirburði þekkingar gagnvart réttri meiningu með því að ætla að handhafi þekk- ingarinnar hafi nú þegar gert eitthvað sem er með ágætum – og skari fram úr því athæfi sem felst í skoðanamyndun – með því að beita hæfileikum sínum til eft- irtektar. Þetta gefur í skyn að það að horfa, hugsa og iðka heimspeki á athugulan hátt sé eitthvað sem ætti nú þegar að teljast vera ómaksins virði, jafnvel áður en tekið hefur verið tillit til virði hinnar sönnu og gagnlegu fullvissu sem af því leiðir. 2 Gildi eftirtektarsemi er af siðferðilegum toga Sá hugsanagangur Platons sem við höfum nú lokið við að draga fram, gefur til kynna að gildi athuguls huga hlýtur að vera aðskilið gildi þess að hafa rétta sann- færingu, en þetta segir okkur aðeins að þessi gildi séu ekki eitt og hið sama. Af því flýtur ekki enn að þessi gildi séu óháð hvort öðru. Rökin fyrir aðgreinanleika þeirra ættu nú að liggja fyrir: manneskjan sem býr yfir þekkingu og manneskjan sem hefur rétta skoðun eru báðar í ástandi sem nær taki á sannleikanum; sér- hvert gildi sem sannleikurinn kynni að hafa í sjálfu sér er gildi sem hann deilir nauðsynlega með ástandi þeirra, gildi athyglinnar virðist því vera eftirstöðvar: staðhæfing hennar er nauðsynleg til þess að gera grein fyrir þeirri viðurkenningu sem sá sem býr yfir þekkingu á skilið umfram aðra, eftir að gildi sannleikans hefur verið tekið út úr jöfnunni. Þessi röksemdafærsla gengur ekki svo langt að gefa til kynna að gildi sann- leikans og gildi eftirtektarsemi hljóti að vera óháð hvort öðru. Hægt er að sjá að svo sé með því að hugleiða hliðstætt dæmi. Sem eitt slíkt dæmi getum við hugleitt handverksmann sem hefur búið til hagleikssmíð og er því í meiri metum en lærlingur hans, sem hefur búið til smíðisgrip sem gefur hinum ekkert eftir en aðeins fyrir sakir heppni sem hefur ekkert með kunnáttu að gera. Ef til vill hefur handverksmaðurinn öðlast færni í því að bora holur á nákvæmlega rétta staði á flautu svo að hljóðfærið er fullkomlega stillt, en lærlingurinn hefur aftur á móti slysast til þess að bora götin á réttum stöðum, þar sem hann hefur aldrei leitt hugann að hinum flóknu atriðum fínstillingar að neinu marki. Jafnvel þótt hægt Hugur 2017-6.indd 19 8/8/2017 5:53:14 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.