Hugur - 01.01.2016, Side 20
20 Christopher Mole
sé að spila jafn vel á báðar flauturnar, myndum við samt sem áður vilja viðurkenna
yfirburði smíðar handverksmannsins. Hugmynd okkar sem svipar til þankagangs
Menóns væri þá sú að það felist gildi í faglegri frammistöðu hans, jafnvel eftir
að gildi smíðisgripsins hefur verið tekið út fyrir sviga. Þetta væru rök fyrir því
að viðurkenna að gildi færni hans og gildi smíðisgripsins væru aðskilin, en þau
ættu ekki leiða til þess að við álitum þau vera óháð hvort öðru: það að staðsetja
göt á viðarsívalningi gæti ekki verið okkur nokkurs virði nema sem leið til þess
að framleiða vel stilltar flautur. Það gæti aðeins verið einhvers virði vegna þess
að smíðisgripirnir sem verða til vegna þess eru dýrmætir. Hið sama gæti átt við
um sannleika og eftirtektarsemi miðað við það sem hefur verið sagt hér að ofan:
Jafnvel þótt ekki eigi að jafna gildi eftirtektarsemi við gildi sannleikans, gæti gildi
eftirtektar samt sem áður verið að öllu leyti af þekkingarfræðilegum toga. Hinn
athuguli hugur gæti verið dýrmætur aðeins vegna gildisins sem felst í hinni sönnu
sannfæringu sem hann er gjarn á að geta af sér.
Mín eigin skoðun – sem ég mun halda fram að þó nokkrir hugsuðir um miðbik
tuttugustu aldarinnar hafi deilt með mér – er sú að þessi síðastnefnda afstaða
myndi vanmeta hið siðferðilega og þekkingarfræðilega mikilvægi sem er órjúf-
anlegur hluti athygli. Sannleikur er góður eiginleiki fyrir hugarástand manns, en
aðeins hugarástand sem inniheldur fullyrðingar getur haft hann. Listi yfir ólík til-
vik slíks ástands getur verið hluti af lýsingu okkar á huganum, en hann getur ekki
sagt alla söguna: að búa yfir huga felst ekki bara í því að eiga forðabúr setninga,
hvort sem þær eru kóðaðar í heilann á okkur eða annars staðar. Til þess að vera
með huga þarf maður einnig að eiga í yfirstandandi ferli samneytis við heiminn
sem nýtur leiðsagnar skilningsins.3 Sannleikur getur aðeins verið mælikvarði til
að meta hugann upp að því marki sem hugar deila einkennum setninga.4 Eft-
irtektarsemi getur verið mælikvarði til þess að meta réttleika afskipta okkar af
heiminum. Ekki eru allar gerðir réttleika þess virði að eltast við, en þessar tvær
– fyrir sérhverja veru sem er með huga – eru það. Ef skýra á gildi annars með
tilvísun í gildi hins, þá held ég því fram að sennilegasta leiðin til þess að útskýra
það sé þegar gildi eftirtektarsemi er álitið liggja til grundvallar og gildi sannleik-
ans vera leitt af því. Með þessu á ég við að ástæðurnar fyrir því að það sé gott að
vera athugull eru ekki leiddar af þeirri staðreynd að athugul manneskja sé vel til
þess fallin að öðlast stórt safn sannra skoðana. Gildi þess að vera í almennilega
athugulu sambandi við heiminn er meira grundvallaratriði en gildi þess að hafa
sannar skoðanir um hann.
Við komum auga á nokkrar bráðabirgðaástæður fyrir því að taka þessar stað-
hæfingar alvarlega ef við berum saman á hvaða hátt væri hægt að draga úr skað-
anum við það að fara á mis við sannleikann og að skorta athygli. Mjög oft er
hægt að leiðrétta mistök við að trúa sannleikanum á ýmsan máta: við gætum hafa
fengið rangar upplýsingar, við gætum freistað þess að svara spurningu sem er of
3 Ég ræði þetta atriði í löngu máli í Mole 2016, The Unexplained Intellect: Complexity, Time, and the
Metaphysics of Embodied Thought.
4 Hérna geri ég ráð fyrir að setningar eins og ‘Þú ert sannur vinur’ sé stytting fyrir eitthvað eins og
‘Það er satt að þú sért vinur’, og að setningar eins og ‘Hann missir ekki marks’ (‘His aim is true’)
séu táknrænar. Hvorug þessara forsendna er óumdeild (sjá Campbell 2011).
Hugur 2017-6.indd 20 8/8/2017 5:53:14 PM