Hugur - 01.01.2016, Síða 20

Hugur - 01.01.2016, Síða 20
20 Christopher Mole sé að spila jafn vel á báðar flauturnar, myndum við samt sem áður vilja viðurkenna yfirburði smíðar handverksmannsins. Hugmynd okkar sem svipar til þankagangs Menóns væri þá sú að það felist gildi í faglegri frammistöðu hans, jafnvel eftir að gildi smíðisgripsins hefur verið tekið út fyrir sviga. Þetta væru rök fyrir því að viðurkenna að gildi færni hans og gildi smíðisgripsins væru aðskilin, en þau ættu ekki leiða til þess að við álitum þau vera óháð hvort öðru: það að staðsetja göt á viðarsívalningi gæti ekki verið okkur nokkurs virði nema sem leið til þess að framleiða vel stilltar flautur. Það gæti aðeins verið einhvers virði vegna þess að smíðisgripirnir sem verða til vegna þess eru dýrmætir. Hið sama gæti átt við um sannleika og eftirtektarsemi miðað við það sem hefur verið sagt hér að ofan: Jafnvel þótt ekki eigi að jafna gildi eftirtektarsemi við gildi sannleikans, gæti gildi eftirtektar samt sem áður verið að öllu leyti af þekkingarfræðilegum toga. Hinn athuguli hugur gæti verið dýrmætur aðeins vegna gildisins sem felst í hinni sönnu sannfæringu sem hann er gjarn á að geta af sér. Mín eigin skoðun – sem ég mun halda fram að þó nokkrir hugsuðir um miðbik tuttugustu aldarinnar hafi deilt með mér – er sú að þessi síðastnefnda afstaða myndi vanmeta hið siðferðilega og þekkingarfræðilega mikilvægi sem er órjúf- anlegur hluti athygli. Sannleikur er góður eiginleiki fyrir hugarástand manns, en aðeins hugarástand sem inniheldur fullyrðingar getur haft hann. Listi yfir ólík til- vik slíks ástands getur verið hluti af lýsingu okkar á huganum, en hann getur ekki sagt alla söguna: að búa yfir huga felst ekki bara í því að eiga forðabúr setninga, hvort sem þær eru kóðaðar í heilann á okkur eða annars staðar. Til þess að vera með huga þarf maður einnig að eiga í yfirstandandi ferli samneytis við heiminn sem nýtur leiðsagnar skilningsins.3 Sannleikur getur aðeins verið mælikvarði til að meta hugann upp að því marki sem hugar deila einkennum setninga.4 Eft- irtektarsemi getur verið mælikvarði til þess að meta réttleika afskipta okkar af heiminum. Ekki eru allar gerðir réttleika þess virði að eltast við, en þessar tvær – fyrir sérhverja veru sem er með huga – eru það. Ef skýra á gildi annars með tilvísun í gildi hins, þá held ég því fram að sennilegasta leiðin til þess að útskýra það sé þegar gildi eftirtektarsemi er álitið liggja til grundvallar og gildi sannleik- ans vera leitt af því. Með þessu á ég við að ástæðurnar fyrir því að það sé gott að vera athugull eru ekki leiddar af þeirri staðreynd að athugul manneskja sé vel til þess fallin að öðlast stórt safn sannra skoðana. Gildi þess að vera í almennilega athugulu sambandi við heiminn er meira grundvallaratriði en gildi þess að hafa sannar skoðanir um hann. Við komum auga á nokkrar bráðabirgðaástæður fyrir því að taka þessar stað- hæfingar alvarlega ef við berum saman á hvaða hátt væri hægt að draga úr skað- anum við það að fara á mis við sannleikann og að skorta athygli. Mjög oft er hægt að leiðrétta mistök við að trúa sannleikanum á ýmsan máta: við gætum hafa fengið rangar upplýsingar, við gætum freistað þess að svara spurningu sem er of 3 Ég ræði þetta atriði í löngu máli í Mole 2016, The Unexplained Intellect: Complexity, Time, and the Metaphysics of Embodied Thought. 4 Hérna geri ég ráð fyrir að setningar eins og ‘Þú ert sannur vinur’ sé stytting fyrir eitthvað eins og ‘Það er satt að þú sért vinur’, og að setningar eins og ‘Hann missir ekki marks’ (‘His aim is true’) séu táknrænar. Hvorug þessara forsendna er óumdeild (sjá Campbell 2011). Hugur 2017-6.indd 20 8/8/2017 5:53:14 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.