Hugur - 01.01.2016, Side 31

Hugur - 01.01.2016, Side 31
 Heildarsýn 31 Segjum að við séum spurð „Hvað er þetta?“ eða „Hvað sérðu hér?“ og að við svörum að þetta sé teikning af kanínu. Hugsum okkur ennfremur að skyndilega verði okkur ljóst að teikningin líkist önd. Myndin hefur ekkert breyst en við sjá- um hana samt á allt annan hátt en áður. Eitthvað hlýtur að hafa breyst í okkur sem gerir að verkum að við sjáum teikninguna öðruvísi en áður. Wittgenstein kennir reynslu af þessu tagi við það að „taka eftir svip“ eða „taka eftir ásýnd“ (e. noticing an aspect).3 Hann segir að þegar við verðum fyrir reynslu af þessu tagi virðist það vera „að hálfu sjónræn reynsla og að hálfu hugsun“.4 Hún líkist að hluta sjón og að hluta hugsun án þess þó að vera annað hvort – hún er einhvers konar blanda (e. amalgam) af hvoru tveggja. Að taka eftir svip líkist sjón meðal annars að því leyti að það er sjálfsprottin, bein og milliliðalaus reynsla. Slík reynsla byggist ekki á greiningu, ályktun, yfirvegun eða öðrum álíka röklegum aðgerðum – ekkert fremur en við þurfum að beita greiningu, ályktun og yfirvegun til að sjá að tiltekin ljósmynd af andliti eldri konu sé af ömmu okkar. Við sjáum svipinn í einni svipan. Annað sem einkennir það að „taka eftir svip“ er að það er reynsla sem varir í afmarkaðan tíma. Að sjá önd í teikningunni, eða svip látins ættingja í andliti barns, getur varað í skamma stund og horfið svo. Það er með öðrum orðum frábrugðið því að hafa skoðun á einhverju eða vita eitthvað, því hægt er að vita að Borgarnes stendur við Borgarfjörð, svo dæmi sé nefnt, án þess að sú vitneskja þurfi sífellt að standa manni fyrir hugskotssjónum.5 En hvað er þá líkt með því að „taka eftir svip“ og að hugsa? Wittgenstein segir að þegar við horfum á hlut sé ekki nauðsynlegt að við séum að hugsa um hann. Þegar maður tekur á hinn bóginn eftir svip og hrópar upp yfir sig „Það er önd!“ „þá er maður líka að hugsa um hvað hann sér“.6 Við getum sagt að það að taka eftir svip veki okkur, geri okkur íhugul, á hátt sem ekki þarf að eiga við um sjón- ræna reynslu. Wittgenstein segir að tjáning slíkrar athygli sé „viðurkenningar- óp“ (e. a cry of recognition).7 Að taka eftir svip er eins og þegar eitthvað kemur manni að óvörum, eitthvað rennur upp fyrir manni sem fær hann til að staldra við. Annað sem má nefna er að ólíkt sjónrænni reynslu er það að taka eftir svip að einhverju leyti komið undir vilja okkar. Það er ekkert vit í að segja einhverjum að sjá hring sem ferhyrning. Á hinn bóginn væri fullt vit í að segja við einhvern sem virðir fyrir sér andar-kanínuna: „Reyndu nú að sjá þetta fyrir þér sem önd“ eða „Gerðu þér í hugarlund að þetta sé önd“.8 Það væri líka hægt að færa fram ýmis rök í þeim tilgangi að fá viðmælanda sinn til að sjá hlutinn í öðru ljósi. Það væri hægt að benda honum á að sjá megi vissa drætti sem gogg en ekki eyru, og svo framvegis. Slík rök gætu þó ekki knúið fólk til að sjá hlutinn á einhvern ákveðinn veg með sambærilegum hætti og gildar röksemdafærslur eiga að geta knúið það til einnar réttrar niðurstöðu. Sumir gætu verið haldnir „svip-blindu“ (e. aspect- 3 Wittgenstein 1974: 193. 4 Wittgenstein 1974: 197. 5 Verbin 2000: 16. 6 Wittgenstein 1974: 197. 7 Wittgenstein 1974: 198. 8 Wittgenstein 1974: 213. Hugur 2017-6.indd 31 8/8/2017 5:53:17 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.