Hugur - 01.01.2016, Page 40

Hugur - 01.01.2016, Page 40
40 Jón Ásgeir Kalmansson andrúmsloft“ sem við lifum og hrærumst í, sem sé önnur „vídd verunnar“.41 Hann hefur með öðrum orðum í huga að veruleikinn sé í fleiri víddum en hinni efnis- legu, víddum sem tengjast hinum verufræðilegu, siðferðilegu og trúarlegu þáttum tilverunnar. Þótt við getum átt erfitt með að henda reiður á þessum „andlegu“ víddum þá höfum við samt sem áður visst næmi fyrir þeim að dómi James. Í Varieties of Religious Experience segir hann til dæmis að það sé eins og í mannlegri vitund búi „næmi á veruleika, tilfinning fyrir raunverulegri nærveru, skynjun á því sem við getum kallað ‚eitthvað þarna‘“ sem risti dýpra og lengra en sú skynjun sem nútíma sálfræði viðurkenni.42 Mér virðist eðlilegt að setja næmið á „eitthvað þarna“ í samhengi við hinn platónska skilning á undrun sem opinberun á guð- legum víddum veruleikans, það er víddum sem mannleg hugsun hefur ekki sem greiðastan aðgang að. Platon talar stundum um að fyrstu kynni heimspekingsins af frummyndunum komi fram sem hugboð um eitthvað fullkomið og guðlegt sem hann eigi í erfiðleikum með að höndla.43 Þessir erfiðleikar eru inntak þeirrar fátæktar sem einkennir undrunina – ástríðu heimspekinnar – þá villu eða óreiðu sem er tjáð með gríska orðinu aporia og kemur meðal annars við sögu í hellislík- ingu sjöundu bókar Ríkisins.44 Að leggja stund á heimspeki er samkvæmt þessu að vita ekki hvar maður er, komast til vitundar um að maður hefur tapað áttum og villst.45 Það sem gerir heimspekinginn meðvitaðan um þetta villuráf er á hinn bóginn ekki myrkrið sem slíkt eða skuggamyndirnar sem hellisbúinn hefur fyrir löngu tamið sér að líta á sem hinn eina sanna veruleika, heldur þvert á móti blindandi ljósið sem hann snýr sér að. Hin heimspekilegu straumhvörf verða með öðrum orðum þegar heimspekingurinn ber kennsl á eitthvað undursamlegt í hversdeginum – eitthvað sem fær hann til að staldra við og spyrja hvort ekki sé aðeins meira spunnið í veruleikann en hann hafi hingað til gefið sér. Hann fær með öðrum orðum hugboð, í undrun, um tilvist víddar („eitthvað þarna“) sem hefðbundin skynfæri opinbera ekki endilega – einhverja ofgnótt veruleika og mikilvægis, ef svo má að orði komast. Ofgnótt er einmitt orðið sem írski heimspekingurinn William Desmond notar til að lýsa eðli undrunarinnar: Það er ávallt ofgnótt fólgin í undrun [astonishment]. Það er eitthvað sem bæði gefst til íhugunar, og er samt umfram það sem íhugunin getur náð skýrum og greinilegum tökum á í því gefna. Undrunin vaknar þegar það 41 James 1992: 499. 42 James 1987: 59. 43 Í umræðu um frummynd hins góða í Ríkinu, 505 D–E, segir Sókrates til dæmis: „Þetta er það sem sérhver sál sækist eftir og ástæða hvers sem hún gerir. Sálin hefur hugboð um að það sé eitthvað en er óviss og megnar hvorki að skilja fyllilega hvað í ósköpunum það er né að finna einhverja haldbæra trú til að reiða sig á eins og hún hefur um aðra hluti.“ 44 Platon 1997: 514 A–521 D. Sjá umfjöllun um þetta til dæmis í Miller 1992. 45 Í Walden leggur Henry David Thoreau út af þessari hugsun: „Ekki fyrr en við erum fullkomlega týnd, með öðrum orðum, ekki fyrr en við höfum týnt heiminum, byrjum við að finna sjálf okkur, og bera kennsl á hvar við erum og óendanleg tengsl okkar.“ Sjá Thoreau 1985: 459. Hugur 2017-6.indd 40 8/8/2017 5:53:20 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.