Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 72

Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 72
72 Tryggvi Örn Úlfsson mikilvægi annarra sjálfsvitunda, sem þurfa að viðurkenna vitundina og sem vit- undin þarf að viðurkenna. Það er aðeins með því að skynja sjálfsveruleikann sem afmarkaða heild, þar sem vitundin tengist öðrum vitundum og er í raun ekkert annað en andinn sjálfur, það er aðeins þannig sem vitundin getur orðið vitund um sjálfa sig, vitund um eigin sérstöðu gagnvart hlutveruleikanum, eða með öðrum orðum gagnvart náttúrunni. Það er þannig sem merkingarveruleikinn gefur hlut- veruleikanum og hugveruleikanum merkingu innan kerfis Hegels, eins og hann gerir innan kerfis Páls. Það er svo vert að undirstrika sérstaklega hvernig Páll tekur heildarhyggju Hegels skrefinu lengra og opnar merkinguna fyrir því sem er í beinni andstöðu við hana, merkingarleysið. Það má vissulega sjá hér merki áhrifa tilvistarspekinnar á Pál, eins og hann rekur sjálfur í innganginum að Merkingu og tilgangi. En það er í besta falli einföldun að stilla tilvistarspekinni og heimspeki Hegels upp sem andstæðum í heimspeki Páls, þó að hann bjóði reyndar sjálfur upp á það í þessum inngangi. Þannig væri Hegel fulltrúi kerfishugsunar þar sem allt væri í röð og reglu á meðan tilvistarspekingarnir Sartre og Camus væru fulltrúar örvæntingar þeirra sem finna enga merkingu í veruleikanum. Þessi einfaldaða mynd er hins vegar leiðrétt í 3. kafla bókarinnar, „Tilvistarhugsun og tómhyggja“, þar sem Hegel er kallaður til á lykilaugnabliki til þess að útskýra að uppgötvun á tengsl- um merkingarinnar við andstæðu sína, neindina, merkingarleysið og tómið, leiðir okkur ekki á brautir tómhyggju þar sem veruleikinn glatar merkingu sinni.16 En áður en við komum að hlutverki Hegels í 3. kafla Merkingar og tilgangs skulum við fyrst skoða örstutt hvernig þessi tengsl merkingar og merkingarleysis eru hugsuð innan kerfis Páls. Páll nálgast þau í gegnum tvær hugmyndir eða ábendingar. Í fyrsta lagi bendir Páll á að okkur tekst aldrei, sama hvað við reynum, að fanga merkinguna í eitt skipti fyrir öll. Páll orðar það þannig að neindin búi á milli hugtakanna sem eiga að njörva merkinguna niður, enda geta hugtökin aldrei vísað beint á merkinguna. Þetta er ástæðan fyrir því að Páll leggur ríka áherslu á að ekki er hægt að smætta merkinguna niður í ákveðna hlið á tungumálinu.17 Til þess að útskýra merkingu hugtaks get ég ekki annað en notað annað hugtak eða önnur hugtök – en hvernig veit ég að merking þessara hugtaka liggi fyrir? Kerfi Hegels er einmitt mjög gott dæmi um þennan ómöguleika þess að fanga merkinguna undir hugtökunum. Þar hrekjumst við frá einu hugtaki til annars í viðleitni okkar til að nálgast nákvæma merkingu eða sannleika hvers hugtaks fyrir sig. Þetta er það sem Hegel kallar kraft hins neikvæða, þ.e. þá staðreynd að hvert hugtak hefur aðeins merkingu í tilvísun sinni til annarra hugtaka og geymir þannig í sér hið neikvæða, neitun þess sem það er. Í öðru lagi bendir Páll á að ef til vill hafi ekkert meiri merkingu fyrir okkur – og hér merkir orðið „merking“ þá eitthvað í líkingu við gildi eða mikilvægi – en hið merkingarlausa eða hið óskiljanlega.18 Hér komum við einmitt að hlutverki Hegels í 3. kafla Merkingar og tilgangs. Það er greinarmunur Hegels á vondum 16 Sjá Páll Skúlason 2015: 70–72. 17 Sjá t.d. Páll Skúlason 2015: 119 og 139. 18 Sjá í greininni „Er heimspekin platónsk í eðli sínu?“: Páll Skúlason 2014b: 51. Hugur 2017-6.indd 72 8/8/2017 5:53:29 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.