Hugur - 01.01.2016, Side 74

Hugur - 01.01.2016, Side 74
74 Tryggvi Örn Úlfsson hann okkur á að merkingin í heild sinni er einungis endanleg heild, afurð hinnar óendanlegu ótakmörkuðu merkingarsköpunar. En er þá einhver mikilvægur munur á þessum tveimur heimspekikerfum eftir allt saman? Hér vil ég að lokum reifa þrjár tilgátur: 1. Kerfi Páls er ólíkt kerfi Hegels að svo miklu leyti sem Páll heldur í hugmyndir sem tilheyra tilvistarspekinni. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þessa tilgátu, því það er nú þegar ljóst að trúnaður Páls við tilvistarstefnuna er ekki í neinni andstöðu við heimspeki Hegels ef haft er í huga að síðarnefndu kenningunni var ætlað ná utan um tilveruna einmitt þar sem hún virðist hvað fjarlægust hvers konar kerfum. 2. Askja Páls er tákn fyrir það sem stendur fyrir utan hvers kyns kerfi, þ.m.t. kerfi Hegels. Askja er vissulega tákn um hinn sjálfstæða veruleika, þann sem er óháður manninum, var til á undan honum og verður til eftir hans daga. Það er hins vegar ekki hægt að hugsa merkingu Öskju og kerfishugsun sem óbrú- anlegar aðstæður. Öllu heldur er Askja tákn um þann veruleika sem er óháður manngerðum veruleika en sem maðurinn getur hins vegar tengst, eða myndað „trúnaðarsamband“ við, eins og Páll orðar það. Þessi trúnaður byggir á því að hinn ytri veruleiki búi yfir sinni eigin merkingu, sem við uppgötvum frekar en að við sköpum hana. Þannig líkist Askja Páls miklu frekar náttúru Hegels, sem myndar – eða getur í það minnsta myndað – merkingarbæra heild með andanum vegna þess að hún er andi, miklu frekar en hún líkist t.d. hlutunum í sjálfum sér í kerfi Kants.22 3. Muninn á Páli og Hegel má finna í ólíkri afstöðu þeirra til frummyndakenningar Platons. Hér getum við stuðst við orð Páls sjálfs. Í viðtalinu við Björn segist hann ekki vera viss um hvort merkingarheimurinn sé sjálfstæður – eins og Platon telur samkvæmt túlkun Páls – eða hvort hann tilheyri náttúruheim- inum eða handanheiminum. Síðan segir hann: „Ég vildi endilega komast að traustri niðurstöðu í þessu efni áður en ég gef upp öndina!“23 Það má svo vel skilja niðurstöður Páls í Merkingu og tilgangi þannig að hann hafi úrskurðað Platoni í vil, enda játar hann þar tilvist hins Eina í kenningu Plótínosar sem hann túlkar sem tilganginn í sjálfum sér sem samsvarar frummynd hins góða í kenningu Platons. Þó að hér sé vissulega tækifæri til þess að fara dýpra í samspil tilgangs og merkingar í kerfi Páls, er að minnsta kosti ljóst að þessi hugmynd um hið Eina, eins og Páll setur hana fram, er ekki í beinni andstöðu við hugmyndir Hegels. Helstu rök Páls fyrir frummyndakenningunni – eins og hann gerir t.d. grein fyrir þeim í erindinu „Er heimspekin platónsk í eðli sínu?“ – eru þau að merkingin sé sjálfstæð gagnvart hugsuninni. En merk- 22 Hins vegar má benda á að Askja sem táknmynd gæti ýjað að þeirri hugmynd að sannleikurinn sé fyrst og fremst undirstaða, eitthvað þarna úti sem við getum aðeins uppgötvað með því að ferðast út fyrir okkar hversdagslega veruleika. Eins og áður segir, reynir Hegel að sýna fram á að sannleikurinn er einnig sjálfsvera. 23 Páll Skúlason 2015: 182. Hugur 2017-6.indd 74 8/8/2017 5:53:30 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.