Hugur - 01.01.2016, Side 79

Hugur - 01.01.2016, Side 79
 Heimspekingar og stjórnmál 79 þróað með sér mikla aðdáun á umfangsmiklum hugleiðingum, einkum þeim sem voru „ídealískar“, og þar er um að ræða allar þrjár gerðirnar af þeim skilningi sem leggja má í það mikið notaða orð. Trú hans hefði verið fáránleg hefði hún ekki verið brjóstumkennanleg í trúarlegri einlægni sinni og tilgangsleysi. Á nefndar- fundi við lok þriðja starfsárs Heimspekistofnunarinnar kvartaði hann beisklega við hina „akademísku meðlimi nefndarinnar“, þ.e. við þau okkar sem höfðum okkar lifibrauð af því að kenna heimspeki — sem ekki er hægt að kenna — yfir því að við værum ekki að rækja skyldur okkar. Eftir þrjú ár fannst honum að starf Heimspekistofnunarinnar hefði átt að setja sýnilegt mark á viðhorf almennings. Hann var kaupsýslumaður sem átti velgengni að fagna og vissi, eftir því sem hann sagði okkur, hvernig ætti að markaðssetja nýframleidda græju. Hann var til í að þróa kynningaraðferðirnar og bera kostnaðinn af því að koma heimspekilegum varningi okkar á framfæri við almenning en við vorum hörmulega hægfara við framleiðslu þessa varnings. Ég geri ekki ráð fyrir að neinn sem les þessa grein deili ranghugmyndum hins almenningssinnaða stofnanda Bresku heimspekistofnunarinnar. En ritari leiðar- ans í Manchester Guardian, sem ég hef vísað til, var sjálfur ágætlega þekktur akademískur heimspekingur með talsverða reynslu af stjórnmálum. Hann hafði líka hlotið hvatningu frá nokkrum ráðherrum og fleiri nafntoguðum mönnum úr röðum meðlima heimspekisamtaka. Er einhver grundvöllur fyrir væntingar þessara manna? Ef ekki, hvernig eigum við þá að svara þeim spurningum sem ég lagði til í byrjun að væri enn þess virði að velta fyrir sér? Mér þykir að minnsta kosti ljóst að enginn einn heimspekingur, og enginn hópur heimspekinga, getur sem slíkur átt heimtingu á að hlutast til um samfé- lagsmál. Með „sem slíkur“ á ég við „í krafti þess að vera heimspekingur“. Þessa dagana er engin nauðsyn að útskýra hve flókin samfélagsmál geta verið né hve hrópandi þörfin er á sérfræðiþekkingu — þekkingu sérfræðinga af mörgum toga en ekki aðeins einum. Eins þarf ekki að bæta við enn einni greiningunni á sjúk- leika menningar okkar. Það ætti að nægja að benda á að heimspeki er ekki safn kenninga sem, með góðu eða illu, er hægt að innræta þeim sem svo munu „stjórna örlögum Evrópu“, svo tekið sé upp orðfæri hinna fágaðri dagblaða okkar. Við verðum að gera greinarmun á beinni íhlutun og því að hafa einhvers konar áhrif sem kynnu með hjálp hliðhollra aðstæðna að setja mark sitt á tiltekna stefnu. Framsetningin er klaufaleg en staðreyndirnar bjóða ekki upp á annað. Eitt er víst: „Hvaða bjáni eða þrjótur sem það var sem bjó til heiminn“, þá var það ekki rökfræðingur eða heimspekingur með smekk fyrir frösum sem hitta í mark. Ég læt mér því nægja að gera ráð fyrir því að það mesta sem hægt sé að ætlast til af heimspekingi sé að lífsstarf hans gefi af sér eitthvert lítilræði af því sem gerir lífið bærilegra. „Lífsstarf hans“ er orðasamband sem þarf að huga að. Ég á ekki við það sem heimspekingurinn gerir í vinnunni og enn síður frumspekikerfi hans, sé hann svo illa afvegaleiddur að hann skapi eitt slíkt. Heimspeki manns ætti (og sé hann með réttu kallaður „heimspekingur“ verður hún) að upplýsa líf hans. Ef það er hlutverk heimspekings að leitast við að skýra hugsunina, að finna ástæður fyrir skoðunum sínum, að vera eirðarlaus og ófullnægður svo lengi sem hann fær ekki Hugur 2017-6.indd 79 8/8/2017 5:53:31 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.