Hugur - 01.01.2016, Page 94

Hugur - 01.01.2016, Page 94
94 Sigríður Þorgeirsdóttir kona tignarleg á að líta, með brennandi augu, skarpari og litfegurri en augu mannanna. […] Klæðin undurfögur voru úr hinum fínasta þræði, gerð af listrænum hagleik, úr óslítandi efni og hafði hún ofið það með eigin höndum, eins og ég síðar komst að hjá henni sjálfri.2 Hér er harmur kynntur til leiks enda er öll bókin leikræn sviðsetning á samræðu milli hins harmþrungna Bóethíusar og Heimspeki, í bland við einræður hennar og söngva. Það sem snart mig fyrst við persónugervingu heimspekinnar og bókina, þegar ég loks komst til að lesa hana af viti, var að Heimspeki minnti mig sumpart á Díótímu í Samdrykkju Platons. Díótíma er kona sem er einnig upphafin. Henni er lýst sem vísri og andstætt viskuvinum Samdrykkjunnar hefur hún öðlast visku. Það er eitthvað óraunverulegt við Díótímu sem hefur leitt af sér endalausar deil- ur meðal fræðimanna um það hvort hún hafi raunverulega verið til eða ekki. Femínískir heimspekingar hafa viljað leiða getum að því að hún hafi verið raun- veruleg kona sem var kennari Sókratesar, eins og hann sagði sjálfur að hún hefði verið.3 Í túlkunum þeirra er Díótíma þar að auki fulltrúi kvenlegrar visku sem fer gegn karlhverfum viðhorfum texta Samdrykkjunnar. Óumdeilt er að Heimspeki er ekki söguleg persóna. Hún er táknmynd heim- speki og hún er jafnframt skilin sem yfirnáttúruleg vera.4 Heimspeki hefur mörg kvenleg hlutverk á hendi, allt frá því að vera fóstra, „Aþenu-lík guðdómsbirting“, „óþolinmóð eða afbrýðisöm ungfrú“, „góð móðir og gyðja“, „læknir“ og „fyrr- um hjúkrunarkona“.5 Konan sem talar, flytur ljóð, syngur, sviðsetur sig og leikur þessi hlutverk í samræðu sinni við Bóethíus er samt í flestum túlkunum á texta verksins laus við mikilsverða kvenlega eiginleika. Þegar ég tala um „kvenlega“ eiginleika þá meina ég ekki hin kvenlegu hlutverk hennar, heldur frekar eiginleika sem hafa venjulega verið tengdir konum í sögu vestrænnar heimspeki. Í textanum er nokkrum sinnum vísað til hennar sem konu (lat. mulier) og það eitt og sér gefur tilefni til að huga að hugsanlegum merkingum kvenleika Heimspeki í ljósi heimspekilegs samhengis og bakgrunns verksins.6 Skortur á því að gefa gaum að kvenlegum líkamleika Heimspeki hefur að gera með áhrif platonsk-kristilegrar hugsunar á túlkanir verksins. Eins og Shanzer7 bendir á í umfjöllun sinni um Heimspeki, varð Ágústínus „æ meira uggandi“ um viskugyðjur eins og Soffíu eftir að hann snerist til kristni „vegna þess að þær virtust vera leifar frá heiðnum tíma“. Shanzer kemst því að þeirri niðurstöðu að eftir Bóethíus „hafi örlög slíkra lærdómskvenna verið ráðin – þær máttu vera áfram til og verða tamdar gyðjur 2 Oftast er vitnað í óbirt handrit Bárðar R. Jónssonar að Hugfró heimspekinnar eins og hann þýðir titil verksins en ég hef þó gert smávægilegar breytingar á stöku stað. Sums staðar hef ég þýtt sjálf og stuðst við enska þýðingu latneska textans, Boethius 1982. 3 Sigríður Þorgeirsdóttir 2013. 4 Shanzer 2009: 231. 5 Sama rit: 232. 6 Hér má finna latneskan texta verksins: http://faculty.georgetown.edu/jod/boethius/jkok/ boeconc/main.htm 7 Shanzer 2009: 231. Hugur 2017-6.indd 94 8/8/2017 5:53:36 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.