Hugur - 01.01.2016, Side 96

Hugur - 01.01.2016, Side 96
96 Sigríður Þorgeirsdóttir gerði kristin trú „þessa sterku andúð á líkamanum“ (líkama í víðum erótískum, skynrænum skilningi) „nær alfarið að sinni“.18 Verki Bóethíusar er samkvæmt flestum túlkunum lýst sem svo að það sé að mestu undir merkjum hinnar skörpu sundurgreiningar líkama og sálar. Þess vegna birtist Heimspeki í slíkum túlkunum sem upphafnari og kynlausari en ástæða er til. Þegar dýpra er kafað í merkingarlög textans og við opnum augu okkar fyrir fornri merkingu sophia sem skynrænnar og hagnýtrar visku, þá birtist Heimspeki sem mun margræðari vera en flestar túlkanir á henni gefa til kynna. Sú viska sem Heimspeki stendur fyrir er viturleg dómgreind sem byggir í senn á skynsemi og tilfinningum. Til þess að draga þessar hliðar hennar fram í dagsljósið þarf að greina líkamleika og kynjamismun í mynd Heimspeki. Heimspeki sýnir okkur að mannveran er líkami og sál, vitsmunir og tilfinningar. Með því að gefa gaum að þessum þáttum má varpa nýju ljósi á þá hugmynd um heimspekiiðkun sem Heimspeki og Bóethíus setja á svið fyrir okkur. Stað-leysi konunnar í heimspeki Í inngangi V.E. Watts að minni útgáfu Huggunar heimspekinnar er Heimspeki gerð óljós og óskýr. „Allur [texti Bóethíusar]“, skrifar Watts, „er settur á svið sem ákveðin gerð samræðu, hinnar heilögu samræðu, þar sem höfundurinn lýsir því hvernig einhver guðlegur andi eða máttur, í fyrstu honum óþekktur, birtist honum og opinberar honum einhvern hluta hulinnar visku.“19 Skáletranirnar eru mínar og til þess gerðar að draga athygli að því hvernig Watts gerir Heimspeki ósýni- legri með því að vísa til hennar sem „einhvers“ anda sem opinberar „einhvern“ hluta visku. Heimspeki verður síður merkjanleg í þessari lýsingu hans. Svona óljós mynd af Heimspeki er dæmi um stað-leysi konunnar í vestrænni heimspeki sem Luce Irigaray hefur fjallað um í túlkunum sínum á kanónískum textum heim- spekisögunnar.20 Kynjamismunur sem grundvallaraðgreining í hefð okkar hefur fyrirmunað blómstrun þess sem Irigaray kallar kvenlega sjálfsverustöðu.21 Konan sem birtist í textanum er ekki tjáning á sjálfri sér, sem sín eigin rödd. Hugmynd Irigaray um stað-leysi konunnar er ný í femínískri heimspeki síðustu áratuga. Samkvæmt heimspeki Simone de Beauvoir um Hitt kynið þá hafa konur verið settar í stöðu hins kynsins eða annars kyns sem er síðra hinu fyrsta kyni sem er karlkynið.22 Konur hafa verið skilgreindar neikvætt gegnum heimspekisöguna. Gagnrýni Beauvoir beinist því að heimspeki Aristótelesar um konur sem kyn sem skorti eiginleika karlkyns sem yfirburðakyns, en sú kenning lagði hvað helst grunn að kvenfyrirlitningarhefð innan heimspekinnar. Hugmynd Beauvoir um stöðu kvenna í heimspekihefðinni hefur verið viðtekin í femínískri heimspeki. Irigaray heldur því aftur á móti fram að konur í vestrænni heimspeki hafi ekki 18 Sama rit: 163. 19 Boethius 1982: 19. 20 Sjá Sigríður Þorgeirsdóttir 2009. 21 Sjá Irigaray 1985 og Irigaray 1993. 22 Beauvoir 2009. Hugur 2017-6.indd 96 8/8/2017 5:53:37 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.