Hugur - 01.01.2016, Side 97
Rifin klæði Soffíu 97
einu sinni haft stöðu hins eða annars kyns vegna þess að konur hafi einungis
verið hinu eina og algilda kyni eitthvað annað, þ.e. eitthvað sem karlkynið gat
speglað sig í. Irigaray sýnir fram á þetta í riti sínu um Skuggsjá hinnar konunnar.23
Að þessu leyti gengur Irigaray lengra en Beauvoir með því að tala um stað-leysi
kvenlegrar sjálfsveru í heimspeki. Þetta einskismannsland birtist í þögn um kon-
ur og kvenleika og í því hvernig eiginleikar sem taldir eru tengjast konum eru
útmáðir, eins og birtist í þeirri mynd sem dregin er upp af Heimspeki í hefð-
bundnum túlkunum á Huggun heimspekinnar. Þessi túlkunarviðleitni skilur engu
að síður eftir sig ummerki og dulin kveneinkenni. Heimspeki er gerð óljós sem
kona og gerð mun meira hvorugkyns en hún er. Þetta einkennir túlkanir sem
eru af meginstraumshefð hins platonsk-kristilega samhengis þar sem nafnorðið
sophia fær á sig hvorugkynsblæ. Í Þeætetos (145e) tengir Platon sophia við sértæka,
spekúlatíva þekkingu um frummyndirnar og í Frumspeki Aristótelesar er sophia
tengd við hina „fyrstu heimspeki“. Í grein sinni um Huggun heimspekinnar bendir
Steinar Örn Atlason réttilega á að það megi lesa „í ofinn fald Heimspekinnar
tákn sem vísa bæði til ástundunar (praxís) og orðræðu (teoríu)“.24
Hrútskýringar á Soffíu
Heimspekitextar krefjast fræðilegrar nálgunar sem hugar í senn að því sem
er ljóst og leynt í merkingum og túlkunum á hugtökum eins og Heimspeki
og sophia; nöfn og hugtök sem hafa kvenlega drætti og vekja kvenleg hughrif.
Texti Bóethíusar er dæmi um þörfina á því að túlka Heimspeki ekki annaðhvort
einungis sem fulltrúa sértækrar, frumspekilegrar þekkingar eða einungis sem leif-
ar goðsagnaheims forngrískrar og heiðinnar menningar. Vissulega á Heimspeki
rætur í forngrískri viskugyðju eins og Aþenu og hinni gnóstísku Soffíu sem gyðju
kristins vísdóms og kristins logos. Það leikur hins vegar ekki nokkur vafi á því að
heimspeki Bóethíusar er afsprengi hinnar platonsku hefðar heimspekinnar hvað
varðar umfjöllunarefni, formgerð og innihald. Heimspeki lýsir sjálfri sér í upphafi
verksins sem boðbera þeirrar skynsemi sem Sókrates og Platon lögðu grunn að.
Heimspeki lýsir því sem gerðist eftir dauða Sókratesar, en þá
reyndi lýður Epikúringa, Stóikera og annarra að koma og hrifsa hana
[heimspeki] til sín, hver og einn fyrir sjálfan sig. Og mig þar sem ég
streittist á móti hrópandi, drógu þeir eins og til skiptingar á herfangi og
rifu klæði mín sem ég hafði ofið með eigin höndum, og með rifrildis-
pjötlu úr þeim, héldu þeir á brott þegar þeir töldu mig alla vera í sínum
fórum. Hjá þeim mátti sjá einhver spor ásýndar minnar, og þeir voru því
óviturlega taldir vera fylgismenn mínir.25
Heimspeki greinir hér þá sem hún telur ómerka heimspekinga frá alvöru heim-
23 Irigaray 1985.
24 Steinar Örn Atlason 2010: 144.
25 Boethius 1982: 39.
Hugur 2017-6.indd 97 8/8/2017 5:53:37 PM