Hugur - 01.01.2016, Page 97

Hugur - 01.01.2016, Page 97
 Rifin klæði Soffíu 97 einu sinni haft stöðu hins eða annars kyns vegna þess að konur hafi einungis verið hinu eina og algilda kyni eitthvað annað, þ.e. eitthvað sem karlkynið gat speglað sig í. Irigaray sýnir fram á þetta í riti sínu um Skuggsjá hinnar konunnar.23 Að þessu leyti gengur Irigaray lengra en Beauvoir með því að tala um stað-leysi kvenlegrar sjálfsveru í heimspeki. Þetta einskismannsland birtist í þögn um kon- ur og kvenleika og í því hvernig eiginleikar sem taldir eru tengjast konum eru útmáðir, eins og birtist í þeirri mynd sem dregin er upp af Heimspeki í hefð- bundnum túlkunum á Huggun heimspekinnar. Þessi túlkunarviðleitni skilur engu að síður eftir sig ummerki og dulin kveneinkenni. Heimspeki er gerð óljós sem kona og gerð mun meira hvorugkyns en hún er. Þetta einkennir túlkanir sem eru af meginstraumshefð hins platonsk-kristilega samhengis þar sem nafnorðið sophia fær á sig hvorugkynsblæ. Í Þeætetos (145e) tengir Platon sophia við sértæka, spekúlatíva þekkingu um frummyndirnar og í Frumspeki Aristótelesar er sophia tengd við hina „fyrstu heimspeki“. Í grein sinni um Huggun heimspekinnar bendir Steinar Örn Atlason réttilega á að það megi lesa „í ofinn fald Heimspekinnar tákn sem vísa bæði til ástundunar (praxís) og orðræðu (teoríu)“.24 Hrútskýringar á Soffíu Heimspekitextar krefjast fræðilegrar nálgunar sem hugar í senn að því sem er ljóst og leynt í merkingum og túlkunum á hugtökum eins og Heimspeki og sophia; nöfn og hugtök sem hafa kvenlega drætti og vekja kvenleg hughrif. Texti Bóethíusar er dæmi um þörfina á því að túlka Heimspeki ekki annaðhvort einungis sem fulltrúa sértækrar, frumspekilegrar þekkingar eða einungis sem leif- ar goðsagnaheims forngrískrar og heiðinnar menningar. Vissulega á Heimspeki rætur í forngrískri viskugyðju eins og Aþenu og hinni gnóstísku Soffíu sem gyðju kristins vísdóms og kristins logos. Það leikur hins vegar ekki nokkur vafi á því að heimspeki Bóethíusar er afsprengi hinnar platonsku hefðar heimspekinnar hvað varðar umfjöllunarefni, formgerð og innihald. Heimspeki lýsir sjálfri sér í upphafi verksins sem boðbera þeirrar skynsemi sem Sókrates og Platon lögðu grunn að. Heimspeki lýsir því sem gerðist eftir dauða Sókratesar, en þá reyndi lýður Epikúringa, Stóikera og annarra að koma og hrifsa hana [heimspeki] til sín, hver og einn fyrir sjálfan sig. Og mig þar sem ég streittist á móti hrópandi, drógu þeir eins og til skiptingar á herfangi og rifu klæði mín sem ég hafði ofið með eigin höndum, og með rifrildis- pjötlu úr þeim, héldu þeir á brott þegar þeir töldu mig alla vera í sínum fórum. Hjá þeim mátti sjá einhver spor ásýndar minnar, og þeir voru því óviturlega taldir vera fylgismenn mínir.25 Heimspeki greinir hér þá sem hún telur ómerka heimspekinga frá alvöru heim- 23 Irigaray 1985. 24 Steinar Örn Atlason 2010: 144. 25 Boethius 1982: 39. Hugur 2017-6.indd 97 8/8/2017 5:53:37 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.