Hugur - 01.01.2016, Síða 99

Hugur - 01.01.2016, Síða 99
 Rifin klæði Soffíu 99 Vitsmunir og tilfinningar: Heimspeki aftengd og endurtengd líkama Hrútskýring felst í því að karl útskýri eitthvað fyrir konu sem hann hefur hugsan- lega ekki meiri þekkingu á en hún, en hann talar í þeirri vissu og með þeim hætti að hann viti samt meira um efnið en viðmælandinn.30 Verstar eru hrútskýringar þegar efnið lýtur að einhverju sem er nátengdara lífi og reynslu kvenna. Þá er verið að lesa yfir Heimspeki. Það má kalla það hrútskýringu af æðri, fræðilegri gráðu að þagga og breiða yfir líkamlega þætti í Heimspeki og einskorða hana við sértæka visku. Sýnu verra er samt að það fyrirbyggir næmi á fínlegri tóna tilfinn- inga í samræðu þeirra Bóethíusar og Heimspeki. Viðhorf til Soffíu í kristnum kenningum hafa sömu tilhneigingu með því að upphefja hana og samsama hinu kristilega logos. Eftir því sem leið á miðaldir fóru margbreytilegri áherslur að birt- ast í túlkunum á Soffíu kristninnar. Bovo ábóti af Corvey benti strax á 9. og 10. öld á heiðna þætti í Huggun heimspekinnar sem hafði ekki verið getið í túlkunum verksins undir áhrifum platonsk-kristilegrar heimsmyndar.31 Söguleg staðsetn- ing Bóethíusar er einmitt tímabil umskipta frá heiðnum viðhorfum til platonsk- kristilegrar heimssýnar og því var ekki nema eðlilegt að benda á augljós heiðin minni í Huggun heimspekinnar sem eru á skjön við kristilegar kenningar. Samt er eins og fræðimenn samtímans, sem sérhæfa sig í þessu umbreytingatímabili sem Bóethíus var uppi á, séu lítt vakandi fyrir fornum merkingum á skynrænum og tilfinningalegum víddum sophia í ástundun Heimspeki, en þess sjást lítil merki í greinasafninu The Companion to Boethius in the Middle Ages.32 Soffía kemur fram sem viskugyðja innan kristninnar strax í hinni gnóstísku hefð frumkristni.33 Soffía hefur verið viðurkennd innan trúarlegrar heimspeki, einkum innan dulspekihefðarinnar, en átt erfitt uppdráttar í mótmælendahefð kristni. Að dómi Hildegard af Bingen (1098–1179) var Soffía kosmísk vera og Jane Leade (1624–1705) var 17. aldar dulspekingur sem skrifaði um sýnir og samræður við „Meyna Soffíu“ sem birti henni andleg öfl að verki í alheiminum í anda þýska dulspekingsins Jakobs Böhme (1575–1624).34 Soffía lifði einnig af innan kabbal- ísku dulspekihefðarinnar í gyðingdómi og meðal alkemistanna var litið á Soffíu sem anima mundi eða sál heimsins. Á öndverðri 20. öld hélt Carl Gustav Jung því fram, á grundvelli andlegrar reynslu sem hafði með Soffíu að gera, að mikilvæg- asta andlega verkefni aldarinnar væri að muna hana.35 Hin kristilega hugmynd um Guð, sem væri í upplausn á okkar tímum, er samkvæmt Jung ófullkomin og í ójafnvægi án Soffíu. Soffía og Guð eru þess vegna einhvers konar kynjamismunur sem allt líf flæðir út frá. Fjallað er um Soffíu sem „spekina“ í Orðskviðum Gamla Testamentisins og þar (8: 22–31) er einmitt talað um að hún hafi verið sköpuð á 30 Hrútskýring er íslenskun á enska orðinu „mansplaining“. Eftir því sem ég best veit kom Hall- grímur Helgason fram með þessa íslenskun á hugtakinu. 31 Nash-Marshall 2012: 178. 32 Kaylor og Phillips (ritstj.) 2012. 33 Sbr. hið gnóstíska rit Pistis Sophia sem fannst á 18. öld. 34 Smith 1976. 35 Jung 2009. Hugur 2017-6.indd 99 8/8/2017 5:53:38 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.