Hugur - 01.01.2016, Side 116

Hugur - 01.01.2016, Side 116
116 Sigrún Inga Hrólfsdóttir og eindir. Þetta er ein af furðum skammtafræðinnar sem mönnum hefur enn ekki tekist að komast til botns í. Jafnvel þó að skammtafræðin sé ein nákvæmasta kenning sem til er. Bohr veigraði sér ekki við að horfast í augu við hinn verufræðilega og frum- spekilega þátt uppgötvana sinna ólíkt mörgum öðrum vísindamönnum. Sum- ir þeirra, til að mynda bandaríski eðlisfræðingurinn Richard Feynman, hvöttu nemendur sína og samstarfsmenn til þess að forðast það í lengstu lög að spyrja: „Hvernig geta hlutirnir verið svona?“ Að hans mati gat enginn vitað það og því væri best að vera ekkert að spyrja.31 Bohr áleit tungumálið sem við notum til þess að lýsa eðlisfræðilegum fyrir- bærum vera mjög mikilvægt, í raun jafn mikilvægt og eðlisfræðin sjálf. Því hvað er tungumálið annað en mælitæki eða skilgreiningarafl? Það má því segja að veruleikinn hafi sprengt tungumálið í loft upp, enn eina ferðina. Bohr var heillað- ur af þeim þversögnum sem birtust í skammtafræðinni og í einhverjum skilningi má segja að hann hafi haft getuna til þess að sjá að það er ekki mótsögn að ljós hagi sér bæði sem eind og sem bylgja. Hann var fær um að samþykkja þetta tví- eðli, sem í huga margra gengur gegn rökfræðilegum lögmálum. Sem dæmi um það hvernig tungumálið skilgreinir fyrirbæri í alheiminum, sem þó eru handan þess og ekki á færi mennsks hugar að skynja með beinum hætti, er munurinn á orðunum óvissa (e. uncertainty) og óákveðni (e. indeterminacy). Óvissa, samanber óvissulögmál Heisenbergs, hefur ákveðna merkingu, en Bohr vildi fremur tengja þetta fyrirbæri óákveðni, vegna þess að hægt er að komast að annaðhvort hraða eða staðsetningu einda og þetta tengist líka því að mæli- tækið eða athugandinn verður að ákveða sig hvort atriðið á að mæla. Þarna er ákveðinn blæbrigðamunur, sem hefur þýðingu í hinni verufræðilegu nálgun. Hin innbyggða óákveðni veruleikans hörfar undan skilgreiningu. Þetta má meðtaka sem svo að veruleikinn sé opinn fyrir möguleikum. Eða eigum við að segja að veruleikinn sé möguleikinn á mismunandi sjónarhornum? Eða getum við litið svo á að rétt einsog við, mennsku sjálfsverurnar, þá séu smæstu einingar alheimsins líka forvitnar og „upplifi“ mismunandi sjónarhorn á umhverfið? Hugmynd Bohrs um fyllingarlögmálið (e. the law of complementarity) byggist á því að mismunandi þættir vega hver annan upp. Eindir standa í tengslum og veruleikinn er samþættur. Í líforðasafni Íslenskrar orðabókar er orðið complement þýtt sem mögnuður eða hjástoð. Og vísar þannig til þess að eitt styður annað eða magnar það. Eitt getur ekki án hins verið og x er x í krafti þess að það er ekki y.32 31 Björn Þorsteinsson 2016: 6. 32 Það er gaman að geta þess að Bohr bjó sjálfum sér til skjaldarmerki þar sem táknið fyrir yin og yang í kínverskri heimspeki er í forgrunni ásamt latnesku áletruninni contraria sunt complementa sem þýða mætti sem andstæður bæta hvor aðra upp. Hugur 2017-6.indd 116 8/8/2017 5:53:43 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.