Hugur - 01.01.2016, Page 118
118 Sigrún Inga Hrólfsdóttir
ir listamenn blanda sér í það samtal. Og yfirleitt er um að ræða samtal milli hluta,
og hluta og sjálfsvera (sem eru líka hlutir).
Sú yfirlýsing hlutmiðaðrar verufræði að hlutir séu til jafnt, eða með öðrum
orðum, að ekki er möguleiki að skilgreina stig tilvistar, eða annaðhvort eru hlutir
til eða ekki, hefur einnig áhrif á þá aðgreiningu sem ríkir milli náttúru og menn-
ingar. Það er að segja þá tilhneigingu að telja að hlutir séu á forsendum okkar
mannfólksins, sem er auðvitað mikill misskilningur. Þetta er hin stóra gagnrýni
á mannmiðjukenningar, sem fylgjendur hlutmiðaðrar verufræði og kennilegs
raunsæis freista þess að opna umræðu um. Hin fjölbreyttu skilgreinandi tæki
manna raða hlutum og mikilvægi þeirra í samhengi við þá sjálfa og það hefur
komið jarðarbúum í ógöngur í vistfræðilegum skilningi.
Ýmsir fræðimenn telja að runnið hafi upp nýtt jarðsögulegt skeið, mannöld (e.
anthropocene),35 vegna þess að tegundin hefur haft slík áhrif á lífríkið að talað er
um jarðsöguleg skil. Hið opinbera skeið sem nú ríkir er nútími (e. holoscene eða
recent holoscene sem hófst fyrir 11.700 árum, er síðustu ísöld (e. pleistocene) lauk. En
æ fleiri hallast að því að mannöldin sé upp runnin. Manninum og öðrum verum
stafar mikil ógn af loftslagsbreytingum og þeim áhrifum sem hækkun hitastigs
hefur á vistkerfið. Segja má að frá sjónarhóli jarðarinnar sé það mannkynið sem
er orðið að vandamáli.
Póst-póstmódernismi
Hlutmiðuð verufræði hefur átt sérstöku fylgi að fagna meðal myndlistarmanna
og þeirra fræðimanna sem fjalla um listsköpun. Merkja má að bæði listamenn og
fræðimenn hafi margir tekið þessari nýju heimspeki feginsamlega, sem lið í þróun
og framhaldi á kenningum póstmódernismans og þeim hugmyndum sem rekja
má til greiningar franska heimspekingsins Jean-François Lyotard á árunum í
kringum 1979. En hlutmiðuð verufræði er einnig kærkomið framhald hugmynda
fleiri franskra heimspekinga, s.s. Gilles Deleuze og samstarfsmanns hans Félix
Guattari, sem gáfu saman út tímamótaverkið Þúsund flekar (Mille plateaux) árið
1980, þar sem þeir kynntu til sögunnar hugtakið rísóm (e. rhizome), sem tæki til
þess að skýra hvernig hugmyndir hríslast um og hvernig rætur liggja djúpt á milli
margvíslegra og ólíkra hugtaka sem eru þó tengd.36 Það má segja að sú hug-
myndafræði endurspegli að einhverju leyti vinnuaðferðir margra samtímalista-
manna, en greining og framsetning hugtaksins hafi einnig haft gríðarleg áhrif
og að það sé dæmi um gagnvirkni listar og heimspeki. Ef til vill er fullmikil ein-
földun að segja að hlutmiðuðu verufræðingarnir Graham Harman og Timothy
Morton hafi yfirtekið þetta hugtak og víkkað það út til mengis alls sem er, en það
er þó í einhverjum skilningi raunin.
Myndlist tjáir það sem er handan tungumálsins. Í myndlist er efni léður andi
35 Samanber ísöld og bronsöld. „Mannöld“ hefur ekki verið opinberlega lýst yfir af þar til bærum
stofnunum.
36 Deleuze og Guattari 2004; Deleuze og Guattari 2002.
Hugur 2017-6.indd 118 8/8/2017 5:53:44 PM