Hugur - 01.01.2016, Page 121

Hugur - 01.01.2016, Page 121
 Raunveruleikinn er ævintýri 121 tregðu eða ekki. Mótsagnir eru til, en hugmyndin um að þær séu grunneining tilverunnar er eitthvað sem erfitt er að kyngja. Ein ástæða þess að ekki leggi fleiri stund á verufræði og frumspeki, er ef til vill sú staðreynd að það er svo auðvelt að gera sig að fífli í þeim fræðum. Vera í einu vetfangi orðinn draumóramaður og ljóðskáld, sem stendur á loftkenndri undirstöðu. Því það er vissulega vandkvæðum bundið að sannreyna ljóðrænar fullyrðingar um hugsanlegt eðli veruleikans. Enda hafa frumspekingar verið sak- aðir um að vera ljóðskáld á villigötum.39 Það þarf hugrekki til að taka þá áhættu. Í sumum birtingarmyndum listarinnar, einsog til dæmis í gjörningum er áhætta sem þessi tekin. Stundum heppnast að ná utan um einhvern kjarna. En hann er hverfull, og ef þessi kjarni er hnepptur í fast form, þá tapast einn mikilvægasti þátturinn. Og rannsóknin stendur ekki, því hún virkaði bara á þessu augnabliki. En hún hefur engu að síður haft áhrif. Við getum gert tilraun til þess að stilla þessu svona upp; rannsakandi sem segir: „Gott og vel, þetta er það sem við getum vitað, og við skulum rannsaka það“, er ekki mjög hugrakkur. Sá sem segir: „Ég hef á tilfinningunni að ókannað svæði sé framundan, ég ætla að kanna það“, er hugrakkari. Hann hættir þó á það að koma með eitthvað til baka sem enginn hefur skilning á og er þess vegna ósýnilegt. Það eru til töfrar og það er ekki hægt að reikna út framtíðina og það er ekki hægt að vita allt. Þetta er staðreynd. Hlutmiðuð verufræði er sýn á heiminn sem er raunveruleg. Og það er mik- ilvægt, einsog fyrirbærafræðingarnir sögðu, að fæða sannleikann inn í heiminn. Hlutmiðuð verufræði er í einhverjum skilningi listræn sýn á veruleikann, ef hægt að er nota slíkt orð. Heimspeki sem leyfir ekki listræna nálgun er pósitívísk rök- vísi afturgengin. Mennsk hugsun er listræn og hún hefur hæfileika til þess að brjóta mótsagnarlögmálið og hún er hvorki bundin tíma né rúmi. Hvers vegna ímyndum við okkur að slíkt sé bara til í huga mannsins, þegar það kemur í ljós í gegnum skammtafræðina, að það er eiginleiki alheimsins? Að þessu sögðu virðist það blasa við, nú sem fyrr, að mest spennandi er að vera á hvers kyns landamærum sem dregin hafa verið í hugum okkar. Að þessu sinni á landamærunum milli listar, heimspeki og vísinda. En þegar upp er staðið skiptir máli hver hafi valdið til þess að skilgreina hvað sé til og hvað ekki. Og aukinheld- ur, hvað af því sem er til hafi áhrif og hvað ekki. En ef það er til, þá er það til. Heimildir Aristóteles. 1999. Frumspekin I. Þýð. Svavar Hrafn Svavarsson. Reykjavík: Hið ís- lenzka bókmenntafélag. Ayer, Alfred Jules. 1946. The Elimination of Metaphysics. Language, Truth and Logic, (bls. 33–45). London: Gollancz. Björn Þorsteinsson. 2010. Verulegar flækjur: Um verufræði skammtafræðinnar. Vís- indavefur: Ritgerðasafn til heiðurs Þorsteini Vilhjálmssyni sjötugum 27. september 2010 39 Ayer 1946: 36. Hugur 2017-6.indd 121 8/8/2017 5:53:45 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.