Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 121
Raunveruleikinn er ævintýri 121
tregðu eða ekki. Mótsagnir eru til, en hugmyndin um að þær séu grunneining
tilverunnar er eitthvað sem erfitt er að kyngja.
Ein ástæða þess að ekki leggi fleiri stund á verufræði og frumspeki, er ef til
vill sú staðreynd að það er svo auðvelt að gera sig að fífli í þeim fræðum. Vera
í einu vetfangi orðinn draumóramaður og ljóðskáld, sem stendur á loftkenndri
undirstöðu. Því það er vissulega vandkvæðum bundið að sannreyna ljóðrænar
fullyrðingar um hugsanlegt eðli veruleikans. Enda hafa frumspekingar verið sak-
aðir um að vera ljóðskáld á villigötum.39 Það þarf hugrekki til að taka þá áhættu.
Í sumum birtingarmyndum listarinnar, einsog til dæmis í gjörningum er áhætta
sem þessi tekin. Stundum heppnast að ná utan um einhvern kjarna. En hann er
hverfull, og ef þessi kjarni er hnepptur í fast form, þá tapast einn mikilvægasti
þátturinn. Og rannsóknin stendur ekki, því hún virkaði bara á þessu augnabliki.
En hún hefur engu að síður haft áhrif.
Við getum gert tilraun til þess að stilla þessu svona upp; rannsakandi sem segir:
„Gott og vel, þetta er það sem við getum vitað, og við skulum rannsaka það“, er
ekki mjög hugrakkur. Sá sem segir: „Ég hef á tilfinningunni að ókannað svæði sé
framundan, ég ætla að kanna það“, er hugrakkari. Hann hættir þó á það að koma
með eitthvað til baka sem enginn hefur skilning á og er þess vegna ósýnilegt.
Það eru til töfrar og það er ekki hægt að reikna út framtíðina og það er ekki
hægt að vita allt. Þetta er staðreynd.
Hlutmiðuð verufræði er sýn á heiminn sem er raunveruleg. Og það er mik-
ilvægt, einsog fyrirbærafræðingarnir sögðu, að fæða sannleikann inn í heiminn.
Hlutmiðuð verufræði er í einhverjum skilningi listræn sýn á veruleikann, ef hægt
að er nota slíkt orð. Heimspeki sem leyfir ekki listræna nálgun er pósitívísk rök-
vísi afturgengin. Mennsk hugsun er listræn og hún hefur hæfileika til þess að
brjóta mótsagnarlögmálið og hún er hvorki bundin tíma né rúmi. Hvers vegna
ímyndum við okkur að slíkt sé bara til í huga mannsins, þegar það kemur í ljós í
gegnum skammtafræðina, að það er eiginleiki alheimsins?
Að þessu sögðu virðist það blasa við, nú sem fyrr, að mest spennandi er að vera
á hvers kyns landamærum sem dregin hafa verið í hugum okkar. Að þessu sinni á
landamærunum milli listar, heimspeki og vísinda. En þegar upp er staðið skiptir
máli hver hafi valdið til þess að skilgreina hvað sé til og hvað ekki. Og aukinheld-
ur, hvað af því sem er til hafi áhrif og hvað ekki.
En ef það er til, þá er það til.
Heimildir
Aristóteles. 1999. Frumspekin I. Þýð. Svavar Hrafn Svavarsson. Reykjavík: Hið ís-
lenzka bókmenntafélag.
Ayer, Alfred Jules. 1946. The Elimination of Metaphysics. Language, Truth and Logic,
(bls. 33–45). London: Gollancz.
Björn Þorsteinsson. 2010. Verulegar flækjur: Um verufræði skammtafræðinnar. Vís-
indavefur: Ritgerðasafn til heiðurs Þorsteini Vilhjálmssyni sjötugum 27. september 2010
39 Ayer 1946: 36.
Hugur 2017-6.indd 121 8/8/2017 5:53:45 PM