Hugur - 01.01.2016, Side 124

Hugur - 01.01.2016, Side 124
124 Eyja M. Brynjarsdóttir Í þessari grein verður tekið undir að þessi ímynd eigi að mörgu leyti við rök að styðjast. Hins vegar verður því haldið fram að það sé ekkert við rökgrein- ingarheimspeki sem slíka eða aðferðir hennar sem hindrar þá sem hana stunda í að beita henni til samfélagsgagnrýni. Enn fremur verður því haldið fram að að- ferðir rökgreiningarheimspeki henti prýðilega sem tæki fyrir samfélagsgagnrýni og þeim röddum þar með andmælt sem stundum hafa haldið því fram að hún sé ekki brúkleg til slíks. Litið verður til heimspekinga frá árdögum rökgrein- ingarheimspekinnar sem gerðu þetta einmitt með markvissum hætti og rakið hvernig þeir fóru að. Undir lok greinarinnar verður sagt frá vakningu sem orðið hefur á undanförnum árum meðal margra rökgreiningarheimspekinga og bendir til þess að þeir séu að nota aðferðir hefðarinnar í auknum mæli til samfélags- gagnrýni. Þannig verður sú skoðun rökstudd að notkun rökgreiningarheimspeki með pólitískum hætti eigi sér sögulegar rætur í hefðinni auk þess sem slík notkun hafi farið vaxandi á undanförnum árum, jafnvel þótt ákveðin ládeyða hafi verið í þessum efnum um skeið. Rökgreiningarhefðin og pólitísk gagnrýni Samkvæmt rökgreiningarhefðinni hafa skilgreiningar á heimspeki og heimspeki- legum aðferðum og viðfangsefnum oft verið þröngar. Þegar ég hóf framhaldsnám í heimspeki fyrir rúmum tveimur áratugum við bandarískan háskóla þar sem þessi hefð réði ríkjum varð ég vör við ákveðinn virðingarstiga sem hinar mismunandi undirgreinar heimspekinnar röðuðust í. Efstu greinarnar í stiganum voru þær sem fengust við það sem var óhlutbundið og/eða beittu mjög tæknilegum aðferðum, greinar á borð við rökfræði, heimspeki stærðfræðinnar og tæknilega útfærða mál- speki, auk þekkingarfræði og frumspeki. Neðar lentu siðfræði, stjórnmálaheim- speki, öll heimspekisaga og reglan var svo sú að greinar lentu neðar eftir því sem þær voru samfélagsmiðaðri og hagnýtari. Þessari hugsun fylgdu hugmyndir um viðeigandi viðfangsefni og aðferðir í heimspeki sem segja má að hafi speglað þennan virðingarstiga, þ.e.a.s. að það ætti helst aðeins að fást við það sem væri óhlutbundið og almennt og leitast við að setja fram almenn lögmál eða kenn- ingar sem sýndu fram á mótsagnir í máli annarra. Ef farið væri út fyrir þennan ramma væri ekki lengur verið að fást við heimspeki. Sjálfsagt er að geta þess að hugsunarhátturinn sem ég kynntist þarna var engin útkjálkasérviska heldur var þarna um að ræða viðtekin viðhorf meðal margra rökgreiningarheimspekinga á þessum tíma. Þetta voru ekki endilega skoðanir sem allir tóku undir, en viðhorfin voru nægi- lega útbreidd til að hafa veruleg áhrif á það hvað þætti „fínt“ að fást við og hvað skörp umfjöllun um málefni líðandi stundar. Framsetning á óhlutbundinni kenningu, eins og siðfræðikenningu, getur í sjálfu sér fallið undir samfélagsgagnrýni ef beint liggur við að tengja kenninguna við atburði eða aðstæður fólks sem brýnt gæti talist að fjalla um. Umfjöllun um löngu liðinn atburð getur falið í sér samfélagsgagnrýni ef hún felur í sér skírskotun til einhvers sem á sér stað í nútímanum, til dæmis þegar reynt er að þagga niður umfjöllun um eitthvað mikilvægt sem varðar líf og hagsmuni fólks. Í sumum öðrum tilfellum felur framsetning á óhlutbundnum kenningum eða umfjöllun um liðna atburði ekki í sér samfélagsgagnrýni í þessum skilningi. Hugur 2017-6.indd 124 8/8/2017 5:53:45 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.