Hugur - 01.01.2016, Side 125

Hugur - 01.01.2016, Side 125
 Rökgreiningarheimspeki sem gagnrýnistól 125 ekki, hvaða áherslur væru vænlegar til árangurs við að ná frama í heimspekinni og annað slíkt. Það heyrðist til dæmis iðulega að femínísk heimspeki væri ekki rétt- nefnd heimspeki heldur bara hluti af pólitískri áróðurshreyfingu sem fengist við eitthvað allt annað en heimspeki.3 Nemendum sem höfðu áhuga á femínískri heimspeki var iðulega ráðlagt að skrifa doktorsritgerð um eitthvað annað sem væri frekar tekið alvarlega og bíða með að „leika sér“ þangað til komið væri í ör- ugga stöðu. Ef ferilskrár femínískra heimspekinga eru skoðaðar má sjá að sú leið hefur oft verið farin. Í öðrum tilfellum hafa femínískir heimspekingar flúið yfir í nærliggjandi fræðigreinar sem hafa verið opnari fyrir verkum þeirra. Femínísk heimspeki er ekki eina dæmið en nokkuð augljóst sem slíkt. Samfélagsgagnrýni hefur áratugum saman verið litin hálfgerðu hornauga innan rökgreiningarheim- speki. Ástæðan hefur ekki endilega verið sú að rökgreiningarheimspekingar væru mótfallnir því að samfélagsgagnrýni væri stunduð, heldur hefur hugarfarið frem- ur verið á þá leið að hana skyldi helst flokka sem eitthvað annað en heimspeki. Vissulega má finna á þessu margar undantekningar og tína má til ýmis dæmi um samfélagsgagnrýni rökgreiningarheimspekinga frá hvaða tíma sem er en málið snýst um þau viðhorf sem hafa verið algeng og mest einkennandi fyrir hefðina. Og eins og margir vita kannski hefur samfélagsgagnrýni ekki verið það sem rök- greiningarheimspeki hefur verið þekktust fyrir síðustu hálfa öldina eða svo, og jafnvel lengur. Hér er mál að staldra við og spyrja hvort það sé eitthvað við rökgreiningarheim- speki sem slíka sem geri það að verkum að hún henti illa til samfélagsgagnrýni. Það á vissulega við um sumar vísindagreinar að viðfangsefni þeirra og aðferðir eru þannig að þær bjóða ekki beinlínis upp á slíkt, alla vega virðist heldur langsótt að gera ráð fyrir að samfélagsgagnrýni sé mikið stunduð í stjarneðlisfræði eða veirufræði. Er rökgreiningarheimspeki ef til vill svipuð slíkum greinum? Ég tel að svo sé ekki, að minnsta kosti ekki hvað viðfangsefni varðar. Það sem einkenn- ir heimspeki er að hún getur fengist við hvaðeina sem heimspekingnum þykir áhugavert. Oft hefur það verið eitthvað sem einkennir mannlega hugsun, skynjun eða mannlegt líf að öðru leyti, en ýmsar aðrar spurningar um veröldina, bæði smáa afkima hennar og víðar lendur, hafa verið viðfangsefni heimspekinga. En er þá eitthvað við aðferðir í rökgreiningarheimspeki sem hindrar rökgrein- ingarheimspekinga í að stunda samfélagsgagnrýni? Hér vil ég minna á að ekki er rétt að taka heitið „rökgreiningarheimspeki“ of bókstaflega. Um er að ræða ákveðna hefð sem kennd er við hugmyndir um mikilvægi aðferðar sem kölluð hefur verið rökgreining. Það þýðir alls ekki að þeir sem vinni innan hefðarinnar geri ekkert annað en að stunda rökgreiningu eða hugtakagreiningu. Í þessari hefð er gjarnan lögð áhersla á rökfestu og vissulega er reynt að greina hugtök en oft eru hlutir bornir saman, skoðaðir í sögulegu ljósi og áhersla lögð á yfirsýn og samein- ingu. Ef eitthvað er þá hlýtur þetta allt að koma að gagni við samfélagsgagnrýni. 3 Þetta viðhorf virðist vera á undanhaldi. Ég rakst á ungan nýútskrifaðan heimspekidoktor úr vel þokkaðri heimspekideild vestanhafs í fyrra sem hélt þessu fram og varð afskaplega hissa. Þá áttaði ég mig á því að það var orðið mjög langt síðan ég hafði heyrt einhvern segja þetta, en fyrir um tuttugu árum var þetta algeng skoðun, sérstaklega meðal karlkyns heimspekinga. Hugur 2017-6.indd 125 8/8/2017 5:53:46 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.