Hugur - 01.01.2016, Side 128

Hugur - 01.01.2016, Side 128
128 Eyja M. Brynjarsdóttir Hin almenna kenning sem tengir ritgerðirnar saman er sú að heimurinn sé þjakaður af þröngsýni og ofstæki, sem og af þeirri ranghugmynd að þróttmikil athöfn sé alltaf aðdáunarverð, jafnvel þegar hún leiðir okkur á ranga braut. Það sem í rauninni þarf í hinu mjög svo flókna samfé- lagi nútímans er yfirveguð íhugun, ásamt vilja til að véfengja kreddur, og nægilegt frelsi hugans til að gefa sanngjarna mynd af hinum fjölbreytt- ustu sjónarhornum.7 Russell var mjög gagnrýninn á þá tæknihyggju sem hann taldi fylgifisk iðnvæð- ingar. Um hana fjallaði hann í bókinni The Prospects of an Industrial Civilization sem hann skrifaði ásamt þáverandi konu sinni, Doru Russell.8 Þau segja það sem þau kalla iðnhyggju (e. industrialism) vera vandamál í nútímasamfélagi. Iðn- hyggjan felist í að meta hluti vegna notagildis fremur en vegna innra gildis þeirra, þetta geri mennina nytjasinnaða og dragi úr listrænni hugsun og draumum um betri heim. Öll áhersla sé lögð á vinnu og uppfyllingu líkamlegra þarfa en annað sitji á hakanum. Þau minnast líka á mikilvægi frítíma sem hægt sé að nota til að leggja stund á listir eða aðra næringu andans. Af þessari stuttu yfirferð um feril Russells ætti að vera ljóst að hann hafði afger- andi hugmyndir um samfélagið sem hann setti fram í heimspekilegum skrifum sínum. Hann notaði til þess aðferðir sem hafa allar götur síðan verið viðteknar í rökgreiningarheimspeki, svo sem að skrifa skýran texta þar sem gagnrýni er sett fram á tiltekin atriði með kerfisbundnum hætti, að nota beinskeyttan stíl sem er blátt áfram og fleira í þeim anda. Þannig hlýtur að mega teljast ljóst að Russell hafi beitt aðferðum rökgreiningarheimspeki til að stunda samfélagsgagn- rýni. Jafnframt má vera ljóst að hann leit sjálfur svo á að hann væri að stunda heimspeki þegar hann var að skrifa um samfélagsmál og að það væri mikilvægt. Framlög Russells til siðfræði og stjórnmálaheimspeki eru þó ekki nákvæmlega sömu gerðar og framlög hans til annarra greina, hann beitir vissulega svolítið mismunandi stíl og aðferðum eftir mismunandi viðfangsefnum. Hann notar til dæmis ekki málspeki, þekkingarfræði eða frumspeki sem grunn fyrir pólitíska gagnrýni eða athugasemdir um siðferðileg málefni. Þetta síðasta er nokkuð sem hefur færst í vöxt á allra síðustu árum hjá rökgreiningarheimspekingum og kem ég að því aftur síðar. En Russell leit óneitanlega á skrif sín um siðferði og sam- félag sem siðfræði og stjórnmálaheimspeki en ekkert annað. Þó að hann hafi þar notast við aðferðir sem eru fyllilega gildar í rökgreiningarheimspeki og litið á þessi skrif sem góða og gilda heimspeki þá varð síðar til, eins og ég hef nefnt, þessi virðingarstigi sem gerði það að verkum að þau voru talin síður áhugaverð. 7 Russell 1935: xxv–xxvi. 8 Russell 1923. Hugur 2017-6.indd 128 8/8/2017 5:53:47 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.