Hugur - 01.01.2016, Page 139

Hugur - 01.01.2016, Page 139
 Rökgreiningarheimspeki sem gagnrýnistól 139 Þekkingarfræði í rökgreiningarheimspeki hefur líklega þá mynd í hugum margra að fjalla fyrst og fremst um staðhæfingar á borð við „A veit að P“ og hvaða forsendur liggi þeim að baki, með hætti sem oft hefur þótt þurr eða í það minnsta lítið snúast um mismunandi aðstæður þeirra sem mögulega vita eitthvað eða vita ekki. Fyrir fáeinum áratugum fór að koma fram gagnrýni á iðkun þekkingarfræði úr ranni femínista sem var á þann veg að ímynd hinnar vitandi veru væri karllæg og sömuleiðis hugmyndirnar um hvað ætti að teljast til þekkingar. Einnig fór að myndast svokölluð sjónarhornsþekkingarfræði sem felur í sér að þeir sem tilheyra jaðarsettum hópum, hvort sem það er vegna kyns, kynþáttar, stéttar, fötlunar eða af öðrum ástæðum, hafi vegna reynslu sinnar aðgang að þekkingu sem fulltrúar ráðandi hópa geti ekki mögulega haft og þetta hefur svo áfram haft áhrif á það hvernig þekkingarfræði hefur verið stunduð.48 Sjónarhornsþekkingarfræði er engan veginn sérstakt afsprengi rökgreiningarheimspeki en hún hefur haft sín áhrif á marga þekkingarfræðinga í þeirri hefð. Einnig hafa komið fram hugtök á borð við þekkingarlegt óréttlæti og þekkingarleg kúgun þar sem greiningaraðferðir í þekkingarfræði í rökgreiningarhefðinni eru beinlínis notaðar jafnframt því að rýnt sé í félagslega stöðu.49 Áhugi hefur vaxið mjög ört á áhrifum ómeðvitaðra fordóma og fyrirframgef- inna hugmynda á þekkingarmyndun, sem og á því hvernig það sem við teljum okkur vita dugar oft skammt til að stýra hegðun okkar í samkeppni við áhrif ýmiss konar ómeðvitaðra hvata eða fordóma. Þarna eru bæði hugspeki og þekk- ingarfræði notaðar til að reyna að finna út hvað við getum gert til að draga úr áhrifum ómeðvitaðra fordóma, til dæmis þegar við gerumst óafvitandi sek um mismunun gagnvart öðrum án þess að vilja það.50 Eins hefur áhugi á notkun hugspeki og þekkingarfræði sem greiningartækja til að skoða hvað liggur að baki áróðri farið vaxandi, sem og hvaða áhrif félagslegur ójöfnuður hafi á þá sem fyrir honum verða.51 Í málspeki hefur farið vaxandi áhugi á félagslegum áhrifum málnotkunar og í auknum mæli verið rýnt í félagslegt samhengi merkingar og blæbrigða, sem og hvernig félagslegar aðstæður bæði málnotenda og það samhengi sem orð eru látin falla í skipta máli. Talsvert hefur verið byggt á eldri kenningum um málgjörðir (e. speech acts)52 og þær settar í nýrra samhengi, til dæmis í umfjöllun um klám og áhrifum þess á konur.53 Auk þess hafa átt sér stað áhugaverðar rannsóknir á merkingu og merkingarsamhengi níðorða og hvernig orðanotkun getur haft áhrif á hegðun.54 Frumspeki hefur á köflum verið eins konar olnbogabarn, jafnt innan rökgrein- ingarheimspeki sem í meginlandsheimspeki. Skiptar skoðanir hafa verið um 48 Hér má svo minna á samhljóminn við hugmyndirnar sem Neurath viðraði mörgum áratugum fyrr. 49 Fricker 2007. 50 Gendler 2008; 2011; Brownstein & Saul 2016. 51 Stanley 2005; 2015. 52 Austin 1962; Searle 1969. 53 Langton 2009. 54 Maitra og McGowan 2012. Hugur 2017-6.indd 139 8/8/2017 5:53:50 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.