Hugur - 01.01.2016, Side 151

Hugur - 01.01.2016, Side 151
 Frá skoðunum til trúnaðar og aftur til baka 151 Takið nú eftir því að í rannsókninni sem lýst var hér að ofan leiðir (b) af sér (a), enda er ekki hægt að vera bankastarfsmaður sem er virkur í femínistahreyf- ingunni án þess að vera bankastarfsmaður. Bayesísk þekkingarfræði kveður því á um að ekki geti verið skynsamlegt að leggja meiri trúnað á (b) en (a). Við nánari umhugsun kemur þetta ágætlega heim og saman við það sem flestir, ef ekki allir, telja að sé rétt svar við spurningunni sem Tversky og Kahneman lögðu fyrir þátt- takendurna í rannsókninni: Þótt margir svari því til að (b) sé líklegra en (a) þegar spurningin er fyrst lögð fyrir þá, átta flestir, ef ekki allir, sig á því við nánari um- hugsun að þetta getur ekki verið rétt. Tversky og Kahneman nýttu sér svo þessa staðreynd til að færa rök fyrir því að rökhugsun mætti skipta í tvö ólík „kerfi“ sem væru misvel til þess fallin að taka skynsamlega afstöðu til hluta.13 Rétt er að vekja athygli á því að sú niðurstaða að ekki geti verið skynsamlegt að leggja meiri trúnað á (b) en (a) fékkst í bayesískri þekkingarfræði með því að sanna tiltekna líkindafræðilega reglu og beita henni svo á dæmið sem um ræðir. Þessari aðferð er hægt að beita almennt í bayesískri þekkingarfræði þegar við stöndum frammi fyrir þekkingarfræðilegu álitamáli. Með þessum hætti er líkindafræði óspart notuð innan bayesískrar þekkingarfræði til að svara heim- spekilegum spurningum með því að sanna viðeigandi líkindafræðireglur. Sem dæmi um álitamál sem reynt hefur verið að leysa með þessum hætti má nefna hvort og að hvaða marki treysta skuli sérfræðingum,14 hvort staðfestar forspár vísindalegra kenninga séu betri rök fyrir þeim en annars konar athuganir sem styðja kenningarnar,15 og hvort sú staðreynd að hlutur af tilteknu tagi hefur ekki fundist, leiði líkur að því að engir slíkir hlutir séu til.16 Sú líkindafræðilega regla sem oftast er beitt í heimspekilegum umfjöllunum af þessu tagi er sú sem kenningin sjálf er nefnd eftir, regla Bayes (e. Bayes’ theorem).17 Til að átta okkur á þessari reglu þarf fyrst að skilja hugtakið skilyrtar líkur (e. conditional probability) og setja fram örlítið táknmál. Skilyrtar líkur eru líkurnar á því að eitthvað sé satt að því gefnu að eitthvað annað sé satt. Þetta er skrifað „p(A|B)“, sem stendur þá fyrir líkurnar á því að A sé sönn að því gefnu að B sé sönn.18 Rétt eins og röklegu tengslin milli A1 og A2 tengja saman líkurnar á A1 og A2 samkvæmt rökleiðslureglunni sem við skoðuðum hér að ofan, þá mynda skil- yrtu líkurnar á A að gefnu B tengsl milli þess hvaða líkur eru á A annars vegar og B hins vegar. Um þetta fjallar regla Bayes, sem setja má fram á eftirfarandi formi: Regla Bayes. p(A | B)= p(A)p(B | A) p(B) 13 Ekki verður farið nánar út í þessa sálma hér, en áhugasömum er bent á nýlega metsölubók Daniels Kahneman, Thinking, Fast and Slow, Kahneman 2011. 14 Sjá Goldman 2001. 15 Sjá til dæmis Horwich 1982 og Maher 1988. 16 Sjá Sober 2009, Strevens 2009 og Finnur Dellsén 2016. 17 Reglan er kennd við 18. aldar prestinn Thomas Bayes (1701–1761). Bayes setti regluna þó fram á dálítið öðru formi og hafði engin bein áhrif á þróun bayesískrar þekkingarfræði að öðru leyti. 18 Í líkindafræði eru skilyrtu líkurnar p(A|B) yfirleitt skilgreindar sem p(A&B)/p(B). Með þessa skilgreiningu að vopni er hægur leikur að sanna reglu Bayes á því formi sem hún er sett fram í textanum. Hugur 2017-6.indd 151 8/8/2017 5:53:54 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.