Hugur - 01.01.2016, Page 159
Frá skoðunum til trúnaðar og aftur til baka 159
færa í þekkingarfræðilegu tilliti.30 Í því ljósi gæti virst vænlegra að nálgast happ-
drættis- og formálaþverstæðurnar með því einfaldlega að hafna reglu Lockes.
Þetta myndi að vísu þýða að tengslin milli skoðana og trúnaðar væru torræðari en
þau virðast vera við fyrstu sýn, en á móti kemur að við þyrftum engar áhyggjur að
hafa af þverstæðunum tveimur.
6. Skoðanir, trúnaður og samþykki
Í síðasta hluta voru sett fram rök sem áttu að sýna að regla Lockes leiddi til þess
að hafna þyrfti þekkingarfræðilegu hlutverki hefðbundinnar afleiðslurökfræði.
Í þessum hluta mun ég hins vegar freista þess að sýna að við þurfum ekki að
ganga að þessum afarkostum. Nánar tiltekið mun ég færa rök fyrir því að hægt
sé að halda í reglu Lockes fyrir skoðanir og trúnað en viðurkenna um leið þekk-
ingarfræðilegt mikilvægi afleiðslurökfræði. Að vísu munum við þurfa að hafna
afleiðslukröfunni fyrir skoðanir, en á móti kemur að sams konar afleiðslukrafa
reynist gilda um annars konar afstöðu til fullyrðinga.
Í þekkingarfræði er hugtökunum „skoðun“ og „trúnaður“ báðum ætlað að lýsa
hugarástandi sem beinist með einum eða öðrum hætti að fullyrðingum. Í báðum
tilvikum má segja að hugarástandið felist í því að finnast fullyrðingin vera sönn.31
Það gleymist þó stundum að til er annars konar hugarástand sem skoða má út frá
þekkingarfræðilegu sjónarhorni. Eitt slíkt hugarástand er það sem breski heim-
spekingurinn L. Jonathan Cohen kallar samþykki (e. acceptance).32 Samkvæmt
Cohen samþykkir maður fullyrðingu þá og því aðeins að maður taki því sem
gefnu í tilteknu samhengi að fullyrðingin sé sönn. Eins og Cohen bendir á þýð-
ir þetta að mögulegt er að samþykkja fullyrðingar sem maður telur ekki að séu
sannar og sem maður leggur lítinn sem engan trúnað á. Til dæmis er algengt
að lögfræðingar samþykki að skjólstæðingar þeirra séu saklausir – með öðrum
orðum taka þeir því sem gefnu í lögmannsstörfum sínum að skjólstæðingarnir séu
saklausir. Það geta lögfræðingarnir gert jafnvel þótt þeir séu ekki endilega þeirra
skoðunar að skjólstæðingarnir séu saklausir, og þótt þeir leggi lítinn sem engan
trúnað á að svo sé.
Með þennan greinarmun á skoðunum/trúnaði og samþykki að vopni skulum
við nú snúa okkur aftur að þekkingarfræðilegu gildi afleiðslurökfræði. Ljóst er að
við erum oft á tíðum í þannig aðstæðum að ætlast er til þess að þær fullyrðingar
sem við samþykkjum séu í samræmi við hefðbundna afleiðslurökfræði. Dæmin
eru mýmörg, en í stað þess að sækja vatnið yfir bæjarlækinn skulum við taka dæmi
af fræðilegri heimspekigrein líkt og þessari. Við myndum flest ef ekki öll líta á
30 Sumir heimspekingar sem hafa fjallað um þetta virðast sætta sig við þessa niðurstöðu. Sjá til
dæmis Kolodny 2007.
31 Þetta þarf ljóslega að útfæra með ólíkum hætti fyrir skoðun annars vegar og trúnað hins vegar.
Til dæmis mætti segja að það að hafa þá skoðun að A sé sönn felist í því að hafa einhvers konar
tilfinningu fyrir því að A sé sönn, en að það að leggja x% trúnað á A felist í því að hafa x% tilfinn-
ingu af sama tagi fyrir því að A sé sönn.
32 Cohen 1992. Fleiri hafa sett fram hugmyndir um að eitthvað sem megi kalla samþykki hafi mikið
þekkingarfræðilegt gildi, þar á meðal tveir bayesískir þekkingarfræðingar. Sjá Maher 1993 og
Kaplan 1996.
Hugur 2017-6.indd 159 8/8/2017 5:53:57 PM