Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 159

Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 159
 Frá skoðunum til trúnaðar og aftur til baka 159 færa í þekkingarfræðilegu tilliti.30 Í því ljósi gæti virst vænlegra að nálgast happ- drættis- og formálaþverstæðurnar með því einfaldlega að hafna reglu Lockes. Þetta myndi að vísu þýða að tengslin milli skoðana og trúnaðar væru torræðari en þau virðast vera við fyrstu sýn, en á móti kemur að við þyrftum engar áhyggjur að hafa af þverstæðunum tveimur. 6. Skoðanir, trúnaður og samþykki Í síðasta hluta voru sett fram rök sem áttu að sýna að regla Lockes leiddi til þess að hafna þyrfti þekkingarfræðilegu hlutverki hefðbundinnar afleiðslurökfræði. Í þessum hluta mun ég hins vegar freista þess að sýna að við þurfum ekki að ganga að þessum afarkostum. Nánar tiltekið mun ég færa rök fyrir því að hægt sé að halda í reglu Lockes fyrir skoðanir og trúnað en viðurkenna um leið þekk- ingarfræðilegt mikilvægi afleiðslurökfræði. Að vísu munum við þurfa að hafna afleiðslukröfunni fyrir skoðanir, en á móti kemur að sams konar afleiðslukrafa reynist gilda um annars konar afstöðu til fullyrðinga. Í þekkingarfræði er hugtökunum „skoðun“ og „trúnaður“ báðum ætlað að lýsa hugarástandi sem beinist með einum eða öðrum hætti að fullyrðingum. Í báðum tilvikum má segja að hugarástandið felist í því að finnast fullyrðingin vera sönn.31 Það gleymist þó stundum að til er annars konar hugarástand sem skoða má út frá þekkingarfræðilegu sjónarhorni. Eitt slíkt hugarástand er það sem breski heim- spekingurinn L. Jonathan Cohen kallar samþykki (e. acceptance).32 Samkvæmt Cohen samþykkir maður fullyrðingu þá og því aðeins að maður taki því sem gefnu í tilteknu samhengi að fullyrðingin sé sönn. Eins og Cohen bendir á þýð- ir þetta að mögulegt er að samþykkja fullyrðingar sem maður telur ekki að séu sannar og sem maður leggur lítinn sem engan trúnað á. Til dæmis er algengt að lögfræðingar samþykki að skjólstæðingar þeirra séu saklausir – með öðrum orðum taka þeir því sem gefnu í lögmannsstörfum sínum að skjólstæðingarnir séu saklausir. Það geta lögfræðingarnir gert jafnvel þótt þeir séu ekki endilega þeirra skoðunar að skjólstæðingarnir séu saklausir, og þótt þeir leggi lítinn sem engan trúnað á að svo sé. Með þennan greinarmun á skoðunum/trúnaði og samþykki að vopni skulum við nú snúa okkur aftur að þekkingarfræðilegu gildi afleiðslurökfræði. Ljóst er að við erum oft á tíðum í þannig aðstæðum að ætlast er til þess að þær fullyrðingar sem við samþykkjum séu í samræmi við hefðbundna afleiðslurökfræði. Dæmin eru mýmörg, en í stað þess að sækja vatnið yfir bæjarlækinn skulum við taka dæmi af fræðilegri heimspekigrein líkt og þessari. Við myndum flest ef ekki öll líta á 30 Sumir heimspekingar sem hafa fjallað um þetta virðast sætta sig við þessa niðurstöðu. Sjá til dæmis Kolodny 2007. 31 Þetta þarf ljóslega að útfæra með ólíkum hætti fyrir skoðun annars vegar og trúnað hins vegar. Til dæmis mætti segja að það að hafa þá skoðun að A sé sönn felist í því að hafa einhvers konar tilfinningu fyrir því að A sé sönn, en að það að leggja x% trúnað á A felist í því að hafa x% tilfinn- ingu af sama tagi fyrir því að A sé sönn. 32 Cohen 1992. Fleiri hafa sett fram hugmyndir um að eitthvað sem megi kalla samþykki hafi mikið þekkingarfræðilegt gildi, þar á meðal tveir bayesískir þekkingarfræðingar. Sjá Maher 1993 og Kaplan 1996. Hugur 2017-6.indd 159 8/8/2017 5:53:57 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.