Hugur - 01.01.2016, Síða 176

Hugur - 01.01.2016, Síða 176
176 Jóhannes Dagsson Tvíátta upplifanir geta verið rangar eða brugðist á tvenns konar hátt. Annars vegar geta þær gefið ranga lýsingu á veröldinni, það er ef við höldum okkur við dæmið um fundinn hér fyrir ofan, einhver sem ekki hefur vald til gæti mælt fram setninguna „fundur er settur“ án þess að það væri tilfellið. Þær geta einnig verið rangar eða brugðist á þann hátt að eitthvað kemur í veg fyrir að ætlandi innihald þeirra nái fram að ganga, t.d. gæti sá sem hefur vald til að mæla fram setninguna „fundur er settur“ einfaldlega talað svo lágt að enginn heyrir í honum, eða þá að ekki er nógur fjöldi félagsmanna mættur til að réttilega sé staðið að fundinum, og því tómt mál að tala um að fundurinn sé settur.20 Það er tilgáta mín að til þess að við getum réttilega talað um skapandi hugsun eða aðgerð, þurfi tvíátta upplifun af þessu tagi að vera til staðar í huga, líkama, heila, vélbúnaði, eða hverju öðru sem við lítum svo á að viðkomandi gerandi (skapandi) samanstandi af. Tvíátta upplifun af þessu tagi er því nauðsynlegt skil- yrði fyrir því að hægt sé að tala um skapandi aðgerð. Tvíátta upplifun er vitanlega ekki nægjanlegt skilyrði fyrir því að um skapandi hugsun eða aðgerð sé að ræða, eða geti verið að ræða, heldur þarf þar ýmislegt annað að koma til, þó ekki væri annað en miðill fyrir hugmyndina eða aðgerðina (svo sem tungumál, táknmál, líkami, og svo framvegis). Ég hef nú þegar fært rök fyrir því að P-sköpun sé sú tegund sköpunargáfu sem líklegust sé til að innihalda allar skapandi hugsanir og eða athafnir, frekar en S-sköpun. Með þessu hefur umfjöllun um sköpun þegar færst inn á svið einstak- lingsins eða gerandans í skapandi ferli. Það er eitthvað við skapandi hugsun, eða það hugarástand að vera skapandi, eða aðgerð sem er skapandi fyrir hvern einstak- ling, sem skiptir meira máli en það hvort hugsunin, eða aðgerðin er skapandi í t.d. sögulegu samhengi. Ég tek því undir með Stokes, að einhvers konar kenning um ætlan sé nauðsynlegur hluti af því að greina hvað felst í skapandi hugsun eða aðgerð, en ég er ekki sammála honum um að skilja við málið þar. Í stað þess legg ég til að við notum þetta einkenni á upplifun gerandans, þess sem er skapandi, til þess að greina þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar til þess að réttilega sé hægt að tala um skapandi hugsun eða skapandi athöfn. Upplifun okkar af því að vera skapandi fellur vel að þessari aðgreiningu skap- andi hugsunar eða aðgerðar frá öðrum aðgerðum. Rök fyrir því má finna bæði með því að hugleiða eigin reynslu af því að vera skapandi, og eins með því að skoða hvernig við tölum um skapandi hugsun og hvenær eða hvernig við greinum hana frá annarri hugsun eða annars konar aðgerðum í umtali okkar um hana. Eitt af einkennum þess að vera skapandi er að valda breytingum, að breyta einhverju sem er fyrir, á þann hátt að það verður nýtt eða ekki samt og það var. Þetta heggur nærri því að vera skilgreining okkar á skapandi hugsun. Innifalið í þessari mynd af skapandi hugsun er að vera meðvitaður um það sem er breyting- um háð, eða verður fyrir áhrifum af hugsuninni eða aðgerðinni. Við getum litið til dæmanna af sumarstarfsmanninum, eða af því að detta með fangið fullt af penslum og málningu, sem rakin voru hér að ofan, til þess að sjá að meðvitund eða 1964, og Austin 1962/1975. 20 Bayne 2011: 227–228. Hugur 2017-6.indd 176 8/8/2017 5:54:01 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.