Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 183

Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 183
 Siðfræði í atvinnulífi og samfélagsábyrgð 183 verkaskiptingu í samfélaginu og hvaða hlutverk fyrirtæki geti haft og eigi að hafa. Þarna veltir höfundur fyrir sér mörgum spurningum. Hvaða áskoranir vakna gagnvart fyrirtækjum sem óska eftir að axla samfélagsábyrgð umfram hagkvæman rekstur? Hvernig má finna jafnvægi á milli siðferðissjónarmiða og hagnaðarsjónarmiða? Hvernig eigum við að skilgreina persónulega ábyrgð og fyr- irtækjaábyrgð þegar afleiðingar aðgerða dreifast yfir samfélög milljóna manna og engin merkjanleg breyting kemur fram þótt ein manneskja eða eitt fyrirtæki breyti hegðun sinni? Hefur það einhver áhrif að innleiða siðferðilegar reglur? Hvernig tökum við á málum þeirra sem standa sig sérlega vel og skila sínu en gera það með því að stytta sér leið fram hjá ýmsum grunngildum? (10–11) Allar þessar spurningar eru mikilvægt íhugun- arefni fyrir fólk og fyrirtæki. Í síðasta kafla bókarinnar fjallar Kval- nes um svokallaða smugusiðfræði. Hér er á ferðinni mjög áhugavert hugtak sem vert er að skoða nánar. Hann segir að ekki sé nóg að líta til laga þegar huga skal að siðferðilegri breytni því aðrar ástæður kunni að vera fyrir því að ekki sé skynsamlegt að haga sér á ákveðinn máta. Kvalnes lýsir smugusiðfræði á þann veg að almennt fylgi fólk ákveðnum reglum. Ákveðið jafnvægi ríki á milli dómgreind- ar eða heilbrigðrar skynsemi og reglna sem fylgt er. Ef of mikil áhersla sé lögð á reglur og viðmið munum við draga úr dómgreindinni. Þannig sé stundum til- hneiging til að réttlæta hegðun út frá því að hún sé ekki beinlínis bönnuð og um leið farið í kringum reglur. Reglur geta jafnvel þannig ýtt undir skapandi hugsun við að finna leiðir fram- hjá reglunum. Afleiðingarnar geta þá orðið þær að fleiri reglur eru settar hver á eftir annarri sem gerir það að verkum að dómgreindin minnkar og heilbrigða skynsemin einnig.  Kvalnes segir að þar af leiðandi líti sumir á hegðun sem nær ekki yfir sérstakar reglur sem réttlætan- lega. Fólk finnur þannig smugur í reglun- um og siðfræðinni. Heilbrigð skynsemi sé þá ekki nóg til að ná yfir þá hegðun, heldur einungis reglurnar. „Í besta falli eru siðareglur og viðmið góðar hjálpar- taugar fyrir fólk sem ekki veit vel hvað það á að aðhafast í einstökum tilvikum. Reglur og viðmið eru framlag til sameig- inlegs skilnings á áskorunum sem takast þarf á við og á mörkunum sem virða þarf. Vandræðin eru þau að í kjölfar þeirra get- ur tilhneigingin til smugusiðfræði birst“ (145). Í lok bókar er stuttur viðauki þar sem dreginn er saman spurningalisti sem á að hjálpa til við að ígrunda ákvörðun um hvað beri að gera. Hvatt er til þess að notaðar séu þær aðferðir sem Kvalnes kennir og til æfinga þannig að færni ná- ist í að setja spurningar fram við krefj- andi aðstæður og finna svör við þeim. Í framhaldinu koma ellefu klípusögur eða klemmur sem hægt er að spreyta sig á. Dæmin eru raunhæf og misalvarleg sem gerir þau einmitt nytsamleg til að beita siðfræðinni. Ég fagna því að fá bók um siðfræði og samfélagsábyrgð enda verður ekki annað sagt en að málefnið skipti máli í því sam- félagi sem við lifum í í dag og sérstaklega í ljósi fyrrnefndrar rannsóknarskýrslu Alþingis. Á meðan samfélagsgerðin er með því móti sem hún er og að gefinni reynslu síðustu ára þá er nauðsynlegt að kenna siðfræði og eiga um hana sam- ræðu. Ég tel að slík þekking sé af hinu góða og til þess að sporna við því ástandi sem ríkti hér fyrir hrun og varna því að allt fari í sama farið þá er bók sem þessi gott framlag. Upphaflega stóð til að búa til bók um hagnýta siðfræði en í staðinn var tekin sú ákvörðun að þýða þessa. Jóni tekst vel upp í þýðingunni og kemur hann efn- inu til skila á greinargóðan hátt. Bókin Hugur 2017-6.indd 183 8/8/2017 5:54:04 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.