Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 7
ÓFRESKJAN
5
hann talaði í sífellu um sjálfan
sig? Þótt hann hefði talað um
sjálfan sig í tuttugu og fjóra
klukkutíma á sólarhring, allt
sitt líf, heðfi honum ekki unnizt
tími til að tala hálft á við það,
sem um hann hefir verið sagt
og skrifað síðan hann dó.
Þegar við athugum afköst
hans — hann samdi þrettán
óperur og af þeim eru ellefu enn
í fullu gildi, og átta tvímæla-
laust í röð mestu snilldarverka
á sviði leiksviðs-tónlistar —
þegar við hlustum á verk hans,
finnst okkur, að fjárútlát þau
og sálarkvalir, sem menn urðu
að þola hans vegna, séu smá-
munir einir. Eduard Hanslick,
listgagnrýnandinn, er hann
gerði skopstælinguna af í Meist-
arasöngvurunum, og sem hataði
hann alla ævi upp frá því, lifir
nú aðeins í krafti þessarar skop-
stælingar. Konurnar, sem þjáð-
ust vegna hans, eru löngu dán-
ar, og maðurinn, sem aldrei gat
elskað aðra en sjálfan sig, hefir
friðþægt fyrir afbrot sín og gert
þær ódauðlegar í Tristan og
Isolde. Gerið ykkur í hugarlund
örlæti forsjónarinnar í garð
Napoleons, mannsins, sem olli
hruni Frakklands og sligaði
Evrópu; og þá getið þér ef til
vill verið á einu máli um það,
að nokkur þúsund króna skuld
hafi ekki verið of mikil borgun
fyrir óperuþrenninguna Hring-
inn.
Hvað um það, þótt hann væri
ótryggur vinum sínum og eigin-
konum? Hann hafði helgað sig
einni, sem hann var trúr til
dauðans: Hljómlistinni. Hann
sveik aldrei eitt augnablik köll-
un sína. Það er ekki ein lína í
tónlist hans, sem lítill andi hefði
getað gert. Jafnvel þegar hann
er leiðinlegur og beinlínis slæm-
ur, er hann stórbrotinn. Það er
mikilfengleiki í hinum mestu
mistökum hans. Þegar við hlust-
um á tónverk hans, fyrirgefum
við honum ekki það, sem hann
kann að hafa verið eða ekki
verið. Hugsun um fyrirgefningu
kemst ekki að. Við getum að-
eins undrast það, að þessi per-
visni líkami og heili skyldi ekki
springa undan þeim ofurþunga
sköpunarmáttar, sem bjó í hon-
um, braust um og klóraði og
rispaði, til þess að fá útrás. Hið
undraverðasta er, að það sem
hann afkastaði á einum sjötíu
árum, skyldi vera hægt að koma
í verk, jafnvel af snillingi. Er
það nokkur furða, að hann hafði
engan tíma til að vera maður?