Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 14
Hver er ógleymanlegasti maðurinn,
sem þér hafiff kynnst?
Lœknirinn í Lennox.
Grein úr „Reader’s Digest“,
eftir A. J. Cronin.
/'S GLEYMANLEGASTI mað-
urinn, sem ég hefi kynnzt?
Mér til undrunar beinist hugur-
inn ekki til einhvers víðfrægs
stjórnmálamanns, hermanns eða
annars stórmennis. Ég fer að
hugsa um óbrotinn mann, sem
hafði enga löngun til þess að
leggja undir sig heiminn, en
ásetti sér í þess stað að sigra
óblíðar aðstæður — og sjálfan
sig.
Ég þekkti hann fyrst sem
ungan dreng, smávaxinn, lítil-
mótlegan og fátækan. Hann
hékk utan i okkur leikfélögun-
um í skozku borginni Levenford,
þar sem ég er fæddur, og hann
fékk að vera með okkur aðeins
fyrir náð.
Ef hann var á nokkurn hátt
eftirtektarverður, var það vegna
líkamslýta hans. Hann var
hreint og beint hlægilega halt-
ur, þar sem annar fóturinn var
svo miklu styttri en hinn, að
hann varð að nota skó með sex
þumlunga þykkum sóla. Það var
skringilegt, að sjá hann hlaupa.
Hann stakk við lakari fætinum,
smávaxinn líkaminn var spennt-
ur og haltrandi, og svitinn bog-
aði af andliti hans, sem ljómaði
af ákefð. Chisholm, prestssonur-
inn, sem var viðurkenndur
fyndnasti drengurinn í hópnum,
hitti naglann á höfuðið, þegar
hann kallaði hann Dot-and-
Carry, en það var síðar stytt í
Carry. „Varið ykkur,“ var vani
að kalla, „Carry er að koma.
Við skulum stinga af, áður en
hann nær í okkur.“ Og svo þut-
um við af stað, inn í sundlaug
eða út í skóg, en Carry haltr-
aði á eftir okkur, hýrleitur og
án þess að hreyfa minnstu mót-
mælum.
Hann var þannig gerður,
feiminn og brosmildur — og
hvað við hentum gaman að þess-
um skapeinkennum hans! Carry