Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 98
96
ÚRVAL
mig í friði.“ En fyrir skemmstu
var hann á ferð í neðanjarðar-
braut. Fjöldi farþega var með
henni og Atlas sagði manni
nokkrum að láta konu eina fá
sæti það, sem hann sat í. Mað-
urinn brást reiður við, svo að
Atlas gerði sér lítið fyrir og
lyfti honum úr sætinu og hristi
hann duglega, áður en hann lét
hann niður aftur. Rétt áður en
þeir fóru úr lestinni, kannaðist
maðurinn við Atlas og bað hann
afsökunar á framferði sínu.
,,Hann kvaðst ekki vera al-
mennilega með sjálfum sér, því
að hann væri ekki alveg hraust-
ur til heilsunnar," segir Atlas.
,,Ég hélt yfir honum langa ræðu
um það, hversu hreyfing og lík-
amsæfingar séu mikiisverðar —
og hann afréð að taka þátt í
námskeiði hjá mér.“
Atlas hefir falslausa samúð
með ölium, sem eru væskilslegir
og vöðvarýrir. Hann fékk einu
sinni bréf frá Gandhi og hljóð-
aði það á þessa leið: ,,Ég hefi
frétt um hið dásamlega starf
yðar og langar til að vita, hvort
nokkur leið sé til að stæla vöðva
mína. M. K. Gandhi." Atlas ráð-
lagði honum sérstakt mataræði
og nokkrar léttar æfingar. „Ég
gerði þetta fyrir ekkert,“ segir
Atlas. ,,Ég vorkenndi honum.
Hann er ekkert nema skinin
beinin, veslingurinn litli.“
C\3$<X3
QEORG KOM I HEIMSÓKN til Jack vinar síns, sem lá á slysa-
deild spítalans. Þegar hann kom inn, sá hann að höfuð Jacks
var allt reifað, svo að aðeins sá í annað augað.
„Sæll, Georg." „Sæll, Jack, hvernig líður þér?“
„Vel, þakka þér fyrir. En ég hefi ekki enn getað áttað mig á
þessu, Georg. Þú varst með mér kvöldið, sem það skeði. Geturðu
ekki sagt mér, hvernig þetta vildi til ? “
„Jú, jú,“ sagði Georg. „Þú manst, að við fórum öll upp til Ed
eftir ballið?“ „Já, ég man það,“ sagði Jack.
„Manstu, þegar þú fórst upp á bókaskápinn og bauðst til að
veðja við hvern, sem vildi, um, að þú hefðir vængi og gætir
flogið upp í loft?“
„Ha? Nei, það man ég ekki," sagði Jack. „Og hvað skeði svo?“
„Nú, svo opnaðirðu gluggann og sagðist ætla að fljúga upp
á þak og til baka aftur.“
„Já, nú skil ég. En segðu mér, Georg, af hverju léztu mig
gera þetta?“
„Af hverju? Nú, það var ég, sem veðjaði við þig, Jack!“