Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 56
54
ÚRVAL
gramma æfingahanzka og 175
gramma keppnishanzka. — Ég
furðaði mig á, að Clear valdi
þá þyngri, en skildi það
nokkrum sekúndum síðar, þeg-
ar Kitamura andmælti því að
Clear notaði þessa hanzka.
Clear sagði einnig síðar: ,,Ég
vissi, að hann myndi mótmæla
hvorum hönzkunum, sem ég
veldi, svo ég kaus þá verri og
fékk því þá betri.“
Það hafði verið ákveðið með
samþykki Kitamura að lotan
skyldi vera 3 mínútur. En nú
gekk Ugaki fram og mælti bæði
til keppenda og áhorfenda: „Til-
gangur minn með þessari við-
ureign er að sýna hina raun-
verulegu hæfni jutitsu gagnvart
hnefaleikum. Þess vegna óska
ég eftir að viðureignin njóti sín
eins og í raunveruleikanum á
orustuvellinum, með því að Kita-
mura sé leyft að notfæra sér
jujitsu til fullnustu og sömu rétt-
indi sé Ameríkumanninum veitt
í hnefaleikum sínum. Ég ætlast
til að þetta verði raunhæf viður-
eign, ekki aðeins sýning. Henni
á ekki að ljúka, fyrr en annar
er ófær til leiks eða óskar eftir
að viðureigninni sé hætt. Ann-
ars mun ekkert sannast um
hæfni þessarra íþrótta og viður-
eignin hafa lítil áhrif á áhorf-
endurna."
Þannig var þá komið, að við-
ureignin skyldi standa þar til
yfirlyki og hver lota ákveðin í
5 mínútur, og sá, er fyrst lægi,
eftir að dómarinn hafði talið upp
að 10 frá falli hans, væri úr
leik.
Tveir liðsforingjar voru til-
nefndir til þess að gæta klukkna
og bjöllu.
Ég tók einnig upp úr mitt.
Ugaki benti á tvo krítarhringa,
sem voru í 20 feta f jarlægð hvor
frá öðrum:
„Þið standið hvor í miðju
hvors hrings, þar til bjallan
hringir, þá ráðist þið til atlögu.“
Kitamura var sýnilega vel
þjálfað hraustmenni, sex fet og
einn þumlungur á hæð, með axl-
ir eins og bóga á bjarndýri, og
vóg 200 ensk pund. Hendur
hans voru harðar sem járn,
þjálfaðar af jujitsu árum sam-
an og æfingum við að brjóta
fjalir með handarjaðrinum.
Hann var í jujitsu-búningi.
Clear var sex feta hár og vóg
185 ensk pund, spengilegur
Ameríkumaður. Vöðvar hans
voru mjúkir og þjálfaðir, og
kviðvöðvarnir harðir sem hella.
Clear var klæddur sundbol.