Úrval - 01.02.1943, Side 45
Hér greinir frá ýmsum örlag'aríkum
blekkingrim, sem ráðið hafa úrslitum í
siunuin stórorustiun veraldarsögunnar.
Mikilvœgi blekkinga í stríði.
Grein úr „The American Legion Magazine",
eftir Frederic Sondern, Jr.
A LLUR hernaður byggist á
>>•** blekkingu.“ Þannig fórust
kínverjanum Sun Tzu orð, en
hann má teljast faðir herkænsk-
unnar sem vísindagreinar.
Sagan hefir fært sönnur á
orð hans. Vopn og annar her-
búnaður hefir gerbreytzt, en her-
kænskan er jafn mikilsverð í
nútíma hernaði og hún var fyr-
ir 24 öldum, er þessi snjalli kín-
verski hershöfðingi samdi bók
sína „Herlistin“, sem enn í dag
er lesin við alla herskóla verald-
arinnar.
Allir hafa heyrt söguna um
„Trójuhestinn". En það eru
mörg snillibrögð í hernaði lítt
kunn, þó þau hafi oft haft áhrif
á framvindu sögunnar.
Einu sinni endur fyrir löngu,
sat kínverskur ræningjaforingi
um borg á bökkum Gulafljóts.
Þá lenti hann í þeim vandræð-
um að örvabirgðir hans þrutu.
Það virtist ekki annað fyrir
hendi en hætta umsátinni. En
þá datt honum snjallræði í hug.
Hann safnaði saman her-
prömmum sínum, setti á þá
stráþök, meðfram báðum borð-
stokkum raðaði hann hræðum,
sem voru gerðar eins líkar her-
mönnum og hægt var, en niðri í
botni hafði hann nokkra menn,
sem áttu að berja trumbur og
sprengja púðurkerlingar. Síðan
lét hann prammana reka niður
eftir fljótinu, fram hjá víggirð-
ingum óvinanna. Þeir létu örv-
arnar drífa á prammana, en þær
festust í stráþökunum og gerðu
engum mein. Þannig aflaði hann
sér nýrra birgða af örvum, hélt
áfram umsátinni og hertók
borgina.
Á tímum krossferðanna, sátu
hinir kristnu herir í 7 ár um
Acre, hinn rammgjöra serk-
neska herkastala. Ríkarður
c*