Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 102

Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 102
100 ÚRVAL á agnið. Ég skar það í bita með beinhnífi og kom lyktlausum stryknin- og cyanid-skömmtum, huldum osti, fyrir í hverjum bita. Agnið vafði ég síðan inn í húðbelg, sem blóðinu var nudd- að á og lagði svo af stað ríðandi. Ég dró belginn á eftir mér í bandi. Bitunum dreifði ég um 10 mílna svæði, þannig að einn kom á hverja f jórðungsmílu. Ég gætti þess vandlega að snerta þá ekki með berum höndunum. Næsta dag reið ég um svæð- ið fullur eftirvæntingar. Á spor- um úlfanna í rykinu sá ég að þeir höfðu þefað uppi slóðina og fylgt henni. Þar sem fyrsta agn- ið hafði legið mátti sjá spor Lóbós, en agnið var horfið. Nú hefir hann gengið í gildruna, hugsaði ég. En ég sá engan dauðan úlf á sléttunni, og þegar ég hélt áfram, sá ég, að bæði annað og þriðja agnið voru horfin. Við það næsta sá ég, hvað skeð hafði. Lóbó hafði ekki étið bitana, heldur borið þá í kjaftinum þangað, sem fjórði bitinn lá. Þar hafði hann ausið auri yfir þá alla eins og til þess að lýsa fyrirlitningu sinni á her- bragði mínu. Konungurinn var sýnilega snjallari en svo, að hann yrði unnin með eitri, svo að ég fékk mér hundrað stórar tvíf jaðrað- ar stálgildrur. Við unnum í viku að því að setja þær upp á öllum götuslóðum, sem lágu að vatni. Þegar ég vitjaði gildranna nokkrum dögum seinna, sá ég aftur á sporum í rykinu, hvað gerst hafði. Hann hafði rótað ofan af gildrunum, sem festar voru við stutta viðarbúta með keðjum. Á sporunum sá ég, að hann vék allaf út af slóðanum neðra megin, og nú datt mér nýtt ráð í hug. Ég kom einni gildru fyrir á slóðinni sjálfri og tveim öðrum sitt hvoru megin. Ég áleit, að hann hlyti að lenda í annarri hvorri hliðargildrunni, þegar hann kæmi að miðgildr- unni. En hann sá við mér. Hin ótrúlega lyktnæmi hans hafði aðvarað hann. Hann hafði gengið aftur á bak og stigið í gömlu sporin, þar til hann var úr allri hættu. Síðan hafði hann gengið í hálfhring fram hjá gildrunum. Sigri hrósandi hafði hann síðan lagzt í ránsferð og drepið eina kvíguna enn. I fjóra mánuði var ég búinu að eltast við þennan bannsetta, gamla bragðaref og óaldarflokk hans, — til einskis. Ég náði ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.