Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 102
100
ÚRVAL
á agnið. Ég skar það í bita með
beinhnífi og kom lyktlausum
stryknin- og cyanid-skömmtum,
huldum osti, fyrir í hverjum
bita. Agnið vafði ég síðan inn í
húðbelg, sem blóðinu var nudd-
að á og lagði svo af stað ríðandi.
Ég dró belginn á eftir mér í
bandi.
Bitunum dreifði ég um 10
mílna svæði, þannig að einn
kom á hverja f jórðungsmílu. Ég
gætti þess vandlega að snerta
þá ekki með berum höndunum.
Næsta dag reið ég um svæð-
ið fullur eftirvæntingar. Á spor-
um úlfanna í rykinu sá ég að
þeir höfðu þefað uppi slóðina og
fylgt henni. Þar sem fyrsta agn-
ið hafði legið mátti sjá spor
Lóbós, en agnið var horfið. Nú
hefir hann gengið í gildruna,
hugsaði ég. En ég sá engan
dauðan úlf á sléttunni, og þegar
ég hélt áfram, sá ég, að bæði
annað og þriðja agnið voru
horfin. Við það næsta sá ég,
hvað skeð hafði. Lóbó hafði ekki
étið bitana, heldur borið þá í
kjaftinum þangað, sem fjórði
bitinn lá. Þar hafði hann ausið
auri yfir þá alla eins og til þess
að lýsa fyrirlitningu sinni á her-
bragði mínu.
Konungurinn var sýnilega
snjallari en svo, að hann yrði
unnin með eitri, svo að ég fékk
mér hundrað stórar tvíf jaðrað-
ar stálgildrur. Við unnum í viku
að því að setja þær upp á öllum
götuslóðum, sem lágu að vatni.
Þegar ég vitjaði gildranna
nokkrum dögum seinna, sá ég
aftur á sporum í rykinu, hvað
gerst hafði. Hann hafði rótað
ofan af gildrunum, sem festar
voru við stutta viðarbúta með
keðjum. Á sporunum sá ég, að
hann vék allaf út af slóðanum
neðra megin, og nú datt mér
nýtt ráð í hug. Ég kom einni
gildru fyrir á slóðinni sjálfri og
tveim öðrum sitt hvoru megin.
Ég áleit, að hann hlyti að lenda
í annarri hvorri hliðargildrunni,
þegar hann kæmi að miðgildr-
unni. En hann sá við mér.
Hin ótrúlega lyktnæmi hans
hafði aðvarað hann. Hann hafði
gengið aftur á bak og stigið í
gömlu sporin, þar til hann var
úr allri hættu. Síðan hafði hann
gengið í hálfhring fram hjá
gildrunum. Sigri hrósandi hafði
hann síðan lagzt í ránsferð og
drepið eina kvíguna enn.
I fjóra mánuði var ég búinu
að eltast við þennan bannsetta,
gamla bragðaref og óaldarflokk
hans, — til einskis. Ég náði ekki