Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 126
124
ÚRVAL
lýðveldi, var fremur sniðið eftir
enskum sið en amerískum:
Þjóðkjörin neðrideild, arfgeng
sæti í öldungadeild og forseti
kjörinn ævilangt.
Auðvitað var honum ávallt í
lófa lagið að taka sér einræðis-
vald og þvinga stjórnarform sitt
á allar þær þjóðir, sem hann
hafði leyst undan oki Spánverja.
En hann hafði andstyggð á ein-
ræði. Þegar flokkur manna
stakk upp á því, að hann krýndi
sig til keisara, svaraði hann:
„Titillinn Liberator, er öllum
æðri; þar er óhugsandi, að ég
niðurlægi hann!“
Áhrif erfiðleikanna fóru að
koma í ljós. Hann var sjúkur og
þreyttur, orðinn eins og gamall
maður, aðeins 47 ára. Þegar
hann dvaldi í Bogotá og frétti,
að einræðisstjórnum hefði verið
komið á í ríkjunum Venezuela,
Perú, Bolivía og Colombía, vissi
hann, að skammt var að bíða
endisins. ,,Ég fer að deyja. Skeið
mitt er runnið á enda, og guð
kallar mig,“ skrifaði hann.
Hann var ákveðinn í að fara
burt til að deyja, þar sem hann
hélt, að návist hans myndi auka
á óeininguna milli þeirra ríkja,
sem hann hafði skapað. Vinir
hans báðu hann að vera um
kyrrt og beita vopnavaldi til
þess að fá vilja sínum fram-
gengt. Þeir sögðu, að þúsundir
manna myndu skipa sér undir
merki hans. En hann neitaði að
grípa til slíkra úrræða gagnvart
löndum sínum.
Þegar hann reið út úr Bogotá,
var mikill mannfjöldi beggja
vegna strætisins, og fólkið grét,
þegar hann fór fram hjá. Er-
lendir sendiherrar, stjórnar-
embættismenn og hundruð borg-
arbúa fylgdu honum út fyrir
borgina. Þar fóru þeir af baki
og föðmuðu hann. Hann lyfti
sér upp í hnakkinn með erfiðis-
munum og hvarf niður eftir veg-
inum, í átt til strandar.
Á fregátu, er var á leið til
Jamaica, sýktist hann. Skip-
stjórinn hleypti upp að strönd
Colombía og setti hann í land
við Santa Marta. Hann var bor-
inn í land í burðarstól — sá.
sem eitt sinn hafði verið mesti
maður Suður-Ameríku, var nú
aðeins svolítil beinahrúga. Hann
dó í St. Marta, 17. desember
1830, félaus og einmana. Um
háls hans hékk Washington-
minnispeningur, sem Lafayette
hafði sent honum.
Eitt sinn, er íbúar Caracas
ætluðu að reisa myndastyttu af'