Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 21
GRIMM FORLÖG
19
verðum við ekki annað þrætu-
epli hinna vestrænu heims-
velda.
Til þess að skilja vandamál
okkar, verður að hafa það í
huga, að vestræn menning kom
til okkar fulisköpuð — í fylgd
herskipa. Við vorum þá „frum-
stæð“ þjóð — þekktum hvorki
vélar né vísindi — áttum engan
her í vestrænum skilningi, og
engan flota. Við vorum enn-
fremur einn hinna „lituðu“ kyn-
stofna — ein af þeim þjóðum,
sem alls staðar á hnettinum
höfðu orðið að lúta drottinvaldi
hins hvíta kynstofns.
Til þess að halda sjálfstæði
okkar, urðum við að koma á fót
voldugum her og nýtízku iðnaði.
Við urðum að semja okkur svo
að vestrænum háttum, að við
gætum sannfært vesturveldin
um það, að við værum nýtízku
þjóð. En jafnfrarnt því að taka
upp vestræna framleiðsluhætti,
urðum við að viðhalda hinum
fornu viðskiptavenjum okkar og
þjóðfélagsháttum.
Við urðum að leita samvinnu
við Vesturveldin, en jafnframt
var okkur nauðsyn að efla her-
styrk okkar til að tryggja sjálf-
stæði okkar. Og við urðum að
eiga náin samskipti við ná-
grannaþjóðirnar á meginlandi
Asíu.
Erfiðleikar okkar eiga rót
sina að rekja til þessarra mót-
sagna.
Á sviði stjórnmálanna hafa
þessar mótsagnir opinberast
sem togstreita milli tveggja
valdaklíkna, sem stöðugt hafa
barizt um völdin. Þessar klíkur
eru fulltrúar hinna nýju stór-
iðjuhölda annarsvegar og hins
nýskapaða hers hins vegar.
Stóriðnaðurinn er allur í
höndum fárra fjölskyldufyrir-
tækja, og af þeim eru Mitsui
og Mitsubishi fjölskyldurnar
voldugastar. Þessi fyrirtæki
ráða öllu í fjármálalífi þjóðar-
innar. Innan hersins hafa hinir
svonefndu „ungu liðsforingjar"
forustuna.
Þessir liðsforingjar, sem fæst-
ir eru raunar ungir og jafnvel
ekki allir í herþjónustu (félag
varaliðsforingja hefir sem kunn-
ugt er haft mikil áhrif bak við
tjöldin). — Þessir liðsforingjar
eru fulltrúar hins „nýja“ hers,
sem aðallega er skipaður bænd-
um. Sama máli gegnir um flot-
ann. Báðir þessir flokkar eiga
fylgjendur í öllum stéttum. Það
eru flotaforingjar og hershöfð-
ingjar, í hópi stóriðjuhöldanna,
3*