Úrval - 01.02.1943, Síða 83
Spádómur um heimsendi, sem setti hálfa
heimsálfu á annan endann.
Heimsendir.
Grein úr „The American Mercury",
eftir Regis Canevin Toomey.
AÐFARANÖTT 22. október
** 1844, gekk maður, klæddur
hvítri skikkju, út um glugga á
þriðju hæð í húsi sínu í Phila-
delphia og reyndi að fljúga til
himins. 1 Worcester í Massa-
chusetts spennti virðulegur
borgari á sig kalkúnhanavængi,
klifraði upp í ofurhátt tré og
reyndi að hef ja sig til flugs úr
toppi þess. I New York klifraði
ungur maður upp á grindverk
á hárri brú og reyndi að hoppa
inn í Paradís.
Sumir af þeim hundruðum
þúsunda, sem biðu eftirvænting-
arfullir eftir að svífa upp til
himna þessa eftirminnilegu nótt,
hjúfruðu sig niður í þvottakörf-
ur og baðker í því skyni að bet-
ur færi um þá á leiðinni. Þe'ir
áttu von á heimsendi á hverri
stundu. Ung og lífsglöð stúlka
í Chicago pakkaði nýjum al-
klæðnaði niður í tösku og
spennti hana við sig til þess að
vera viss um að hún týndi henni
ekki á leiðinni og kæmist með
hana inn um gullna hliðið. Allt
frá Vermont suður til Georgíu
og vestur til Illinois söfnuðust
hvítklæddir fylgismenn William
Millers, hins mikla spámanns,
saman á hæðum og í kirkju-
görðum til þess að syngja,
hrópa, biðjast fyrir og bíða eftir
fyrstu hijómunum úr lúðri Ga-
bríels erkiengils, sem boða átti
endalok heimsins. Aðeins hinir
trúuðu áttu að frelsast frá tor-
tímingu. Hið ofsafengna trúar-
æði, sem greip um sig þessa
nótt, átti sér ekkert fordæmi í
sögu Ameríku.
Þetta var ekki aðeins fámenn-
ur hópur ofsatrúarmanna. Það
var trúarhreyfing, sem um skeið
taldi milljón meðlimi. Þegar
þess er gætt, að íbúar Banda-
ríkjanna voru um þessar mundir